Sviss norðursins Ingólfur Árni Gunnarsson skrifar 23. maí 2014 10:10 Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvörðunum á sveitarstjórnarstigi. Reykjavíkurborg hefur gert tilraun með rafræna samráðsvettvanginn „Betri Reykjavík“ og hann er skref í rétta átt en galli þess tilraunaverkefnis er að það hefur einskorðast við minni og staðbundnari mál. Eftir vel heppnaðar Icesave kosningar hafa kröfur um aðkomu almennings að mikilvægum málum á Íslandi sífellt orðið háværari. Illa hefur gengið að koma nýjum ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur inn í stjórnarskrána en í núgildandi sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir þeim möguleika að ráðgefandi sem og bindandi íbúakosningar séu haldnar. Með smávægilegum breytingum á sveitarstjórnarlögum væri hægt að styðjast við rafrænar íbúakosningar á sveitarstjórnarstigi sem myndi gera kosningar auðveldari og ódýrari í framkvæmd. Píratar í Kópavogi vilja ekki einskorða þátttöku almennings í ákvörðunartökunni við minni málin. Við teljum að bæjarfulltrúum væri hollt að hafa í huga að tillögur sem þeir bera fram í bæjarstjórn gætu lent í íbúakosningu. Það eitt að mál gætu endað í íbúakosningu væri gott aðhald að stjórnsýslunni. Myndi til dæmis einhverjum detta í hug að stinga upp á því að þrefalda laun bæjarfulltrúa í einu stökki eða að byggja golfskála fyrir 630 milljónir króna ef slík ákvörðun yrði borin undir bæjarbúa? Ég held ekki. Við Píratar viljum að Kópavogsbúar fái að hafa meira að segja um rekstur bæjarins og við ættum að líta til Sviss sem fyrirmyndar í þeim málum. Svisslendingar eru ekki hræddir við að leyfa þjóðinni að ráða. Þeir halda reglulegar þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu mál. Núna í maí kusu þeir til dæmis um kaup á herþotum frá Svíþjóð og hvort koma ætti á lágmarkslaunum í landinu. Ísland varð ekki að Kúbu norðursins eftir Icesave kosningarnar en kannski getur Kópavogur orðið Sviss norðursins ef Píratar komast til áhrifa í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvörðunum á sveitarstjórnarstigi. Reykjavíkurborg hefur gert tilraun með rafræna samráðsvettvanginn „Betri Reykjavík“ og hann er skref í rétta átt en galli þess tilraunaverkefnis er að það hefur einskorðast við minni og staðbundnari mál. Eftir vel heppnaðar Icesave kosningar hafa kröfur um aðkomu almennings að mikilvægum málum á Íslandi sífellt orðið háværari. Illa hefur gengið að koma nýjum ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur inn í stjórnarskrána en í núgildandi sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir þeim möguleika að ráðgefandi sem og bindandi íbúakosningar séu haldnar. Með smávægilegum breytingum á sveitarstjórnarlögum væri hægt að styðjast við rafrænar íbúakosningar á sveitarstjórnarstigi sem myndi gera kosningar auðveldari og ódýrari í framkvæmd. Píratar í Kópavogi vilja ekki einskorða þátttöku almennings í ákvörðunartökunni við minni málin. Við teljum að bæjarfulltrúum væri hollt að hafa í huga að tillögur sem þeir bera fram í bæjarstjórn gætu lent í íbúakosningu. Það eitt að mál gætu endað í íbúakosningu væri gott aðhald að stjórnsýslunni. Myndi til dæmis einhverjum detta í hug að stinga upp á því að þrefalda laun bæjarfulltrúa í einu stökki eða að byggja golfskála fyrir 630 milljónir króna ef slík ákvörðun yrði borin undir bæjarbúa? Ég held ekki. Við Píratar viljum að Kópavogsbúar fái að hafa meira að segja um rekstur bæjarins og við ættum að líta til Sviss sem fyrirmyndar í þeim málum. Svisslendingar eru ekki hræddir við að leyfa þjóðinni að ráða. Þeir halda reglulegar þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu mál. Núna í maí kusu þeir til dæmis um kaup á herþotum frá Svíþjóð og hvort koma ætti á lágmarkslaunum í landinu. Ísland varð ekki að Kúbu norðursins eftir Icesave kosningarnar en kannski getur Kópavogur orðið Sviss norðursins ef Píratar komast til áhrifa í Kópavogi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun