Gærkvöldið var ekki kvöld Paul George, leikmanns Indiana Pacers. Hans menn töpuðu leiknum gegn Miami Heat og hann fékk heilahristing.
George fékk högg á höfuðið frá Dwyane Wade í fjórða leikhluta og lá óvígur eftir með heilahristing. Hann beit þó á jaxlinn og kláraði leikinn.
Hann viðurkenndi eftir leik að hann hefði misst minnið um tíma og að sjónin hefði ekki verið upp á marga fiska á lokamínútunum.
Allir leikmenn sem fá heilahristing þurfa að fá vottorð frá læknum um að þeir séu búnir að jafna sig. Fái hann ekki slíkt vottorð fyrir laugardag mun ekki spila þriðja leikinn gegn Heat.
Staðan í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildar er 1-1 og næstu leikir fara fram í Miami.
George fékk heilahristing

Tengdar fréttir

NBA í nótt: Miami jafnaði metin
Meistararnir í Miami Heat björguðu sér fyrir horn gegn Indiana Pacers í úrslitum austursins.