Reykjavík sem friðarborg Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Hreiðar Eiríksson skrifar 21. maí 2014 11:39 Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur af og til komið upp umræða um, hvort Reykjavík eigi að lýsa því yfir að hún sé herlaus borg. Sá borgarstjóri sem nú situr hefur tekið ákvörðun um að eiga ekki opinber samskipti við yfirmenn þeirra herskipa sem hafa heimsótt Reykjavíkurhöfn. Á Íslandi býr friðelskandi þjóð í herlausu landi. Við Íslendingar styðjum allt friðarstarf og höfnum beitingu vopnavalds til lausnar ágreiningi. Við viljum ekki taka þátt í hernaði og teljum að hervaldi megi aldrei beita nema í neyðartilvikum og í samræmi við alþjóðalög.Reykjavík herlaus borg.Reykjavíkurborg er herlaust svæði og hefur verið það um áratugaskeið. Þetta gerir borgina frábrugðna öðrum höfuðborgum. Hér sjást ekki hermenn gangi né nokkur merki um hernaðarumsvif. Þannig viljum við hafa það. Yfirlýsingar um að Reykjavík sé herlaus borg þjóna því aðeins táknrænum tilgangi.Hreiðar Eiríksson skipar 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.Björgunarhlutverk herskipa.Þau herskip sem hingað hafa komið á síðari tímum og lagst að Reykjavíkurhöfnum í stuttan tíma, hafa verið skip sem hafa fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að tryggja öryggi sjófarenda og farsæla björgun þeirra sem lenda í sjávarháska. Í mörgum tilvikum hafa áhafnir erlendra herskipa aðstoðað Landhelgisgæslu Íslands við björgun íslenskra sjómanna og a.m.k. einu sinni hafa þau aðstoðað íslenska lögreglu við að koma í veg fyrir innflutning ólöglegra vímuefna til landsins. Þessi aðstoð skiptir okkur miklu máli, einkum eftir að Landhelgisgæsla Íslands fór að leigja tækjabúnað sinn til verkefna fjarri íslensku hafsvæði. Þessa aðstoð ber að þakka og sýna virðingu þeim sjómönnum herskipa og áhöfnum herþyrlna sem sinna þessum störfum.Samskipti borgarstjóra við stjórnendur herskipa.Friðar- og öryggismál eru á verksviði landsstjórnarinnar fremur en sveitarfélaganna. Almennt má þó segja að réttlæti, jöfnuður, velferð og jafnrétti séu grunnforsenda friðar, hvar sem er í heiminum, og að sveitarstjórnir geti því lagt sitt af mörkum með því að tryggja þessi atriði og tala fyrir þeim í erlendum samskiptum. Sveitarstjórnarmenn verða hins vegar, hver um sig, að gera það upp við sig hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum við yfirmenn herskipa sem hingað koma. B-listi Framsóknar og flugvallarvina vill sýna þeim virðingu sem eru til taks til að bjarga sjófarendum við Ísland úr sjávarháska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur af og til komið upp umræða um, hvort Reykjavík eigi að lýsa því yfir að hún sé herlaus borg. Sá borgarstjóri sem nú situr hefur tekið ákvörðun um að eiga ekki opinber samskipti við yfirmenn þeirra herskipa sem hafa heimsótt Reykjavíkurhöfn. Á Íslandi býr friðelskandi þjóð í herlausu landi. Við Íslendingar styðjum allt friðarstarf og höfnum beitingu vopnavalds til lausnar ágreiningi. Við viljum ekki taka þátt í hernaði og teljum að hervaldi megi aldrei beita nema í neyðartilvikum og í samræmi við alþjóðalög.Reykjavík herlaus borg.Reykjavíkurborg er herlaust svæði og hefur verið það um áratugaskeið. Þetta gerir borgina frábrugðna öðrum höfuðborgum. Hér sjást ekki hermenn gangi né nokkur merki um hernaðarumsvif. Þannig viljum við hafa það. Yfirlýsingar um að Reykjavík sé herlaus borg þjóna því aðeins táknrænum tilgangi.Hreiðar Eiríksson skipar 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.Björgunarhlutverk herskipa.Þau herskip sem hingað hafa komið á síðari tímum og lagst að Reykjavíkurhöfnum í stuttan tíma, hafa verið skip sem hafa fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að tryggja öryggi sjófarenda og farsæla björgun þeirra sem lenda í sjávarháska. Í mörgum tilvikum hafa áhafnir erlendra herskipa aðstoðað Landhelgisgæslu Íslands við björgun íslenskra sjómanna og a.m.k. einu sinni hafa þau aðstoðað íslenska lögreglu við að koma í veg fyrir innflutning ólöglegra vímuefna til landsins. Þessi aðstoð skiptir okkur miklu máli, einkum eftir að Landhelgisgæsla Íslands fór að leigja tækjabúnað sinn til verkefna fjarri íslensku hafsvæði. Þessa aðstoð ber að þakka og sýna virðingu þeim sjómönnum herskipa og áhöfnum herþyrlna sem sinna þessum störfum.Samskipti borgarstjóra við stjórnendur herskipa.Friðar- og öryggismál eru á verksviði landsstjórnarinnar fremur en sveitarfélaganna. Almennt má þó segja að réttlæti, jöfnuður, velferð og jafnrétti séu grunnforsenda friðar, hvar sem er í heiminum, og að sveitarstjórnir geti því lagt sitt af mörkum með því að tryggja þessi atriði og tala fyrir þeim í erlendum samskiptum. Sveitarstjórnarmenn verða hins vegar, hver um sig, að gera það upp við sig hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum við yfirmenn herskipa sem hingað koma. B-listi Framsóknar og flugvallarvina vill sýna þeim virðingu sem eru til taks til að bjarga sjófarendum við Ísland úr sjávarháska.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun