Pólitískar getnaðarvarnir Ragnar Hansson skrifar 30. maí 2014 15:15 Það les enginn pólitíska pistla nema fólk sem pælir* í pólitík. Ekki láta það þá koma þér á óvart ef þessi pistill er vaðandi í málfræðivillum. Ég las hann líklega ekki yfir áður en ég sendi hann inn.*Pælir = Flokksbundið í hugsun. Ég hef ekki gengið Suðurpólinn eða klifið Everest, en á móti geta ekki allir sagt að þeir hafi klifið það andlega fjall að ganga upp að ókunnugri manneskju í verslunarmiðstöð og rétta henni kosningasnepil með bros á vör. Þú getur alveg eins sparað þér tíma og hvíslað í eyra hennar: „Ég veit hvar þú átt heima.“ Það myndi hafa svipuð áhrif. Já. Það þarf vissa týpu í þannig, en nú er ég sú týpa. Og það hefur komið mörgum á óvart. Ekki síst mér sjálfum. Sumir hafa jafnvel játað fyrir mér að þeir höfðu ekki hugmynd um að ég „pældi“ í stjórnmálum, því ég „talaði aldrei um þau.“ Athyglisvert. Ég pæli mjög mikið í stjórnmálum og ræði þau oft, þó ég hafi sjaldnast talað um flokka. Alveg eins tala ég oft um heimspeki, án þess þó að tala um Nietzsche eða Kirkegaard. Og stundum tala ég jafnvel um tónlist heilu tímana án þess að minnast einu orði á U2 eða Tinu Turner. Pólitík á ekki heima í boxi. Pólitík er hugmyndafræði. Pólitík er heimspeki. Og það á enginn stjórnmálaflokkur hana. Það er þó til fólk sem hefur tekið þá ákvörðun í lífinu að fylgja einum flokki eins og hann væri fótboltalið. Fullt af fólki. Þátttaka margra í stjórnmálaumræðu snýst því meira um að tína saman vopn til að verja þessar ákvarðanir en að vera opin fyrir nýjum. Þetta tekur annars frjóa umræðu og síar í gegnum pólitíska getnaðarvörn sem heftir á áhrifaríkan hátt fæðingu nýrra hugmynda. Með Besta flokknum og Bjartri framtíð smaug ég framhjá verju hins hefðbundna flokkakerfis og varð pólitískt slysabarn. Skot í myrkri. Aldrei datt mér í hug að ég myndi taka þátt í nokkru starfi tengdu stjórnmálum, en þótt ótrúlegt megi virðast þá fann ég mér heimili með öðrum óskilgetnum pólitískum bastörðum sem töluðu tungumál sem ég skildi og tóku allskonar pælingum fagnandi. Pólitík er ekki lobbíismi einhverrar einnar stefnu og hún gengur ekki út á hagsmuni neinna annarra en samfélagsins. Samfélagsins alls. Og samfélagið er ekki það svart og hvítt að stefna þess til framtíðar megi fást með vinstri eða hægri beygjum eingöngu. Í upphafi þessa pistils alhæfði ég að enginn læsi svona nema þeir sem væru fastmótaðir í sínum pælingum. Reynist það satt þá er þeim frjálst að nota pistilinn þeim til varnar. Örugglega ágætt vopn líka, þar sem alhæfingin ein og sér dæmir hann algerlega ómarktækan. En með von um að alhæfingin standist ekki þá hvet ég alla að hafa opinn og frjóann hug í kjörklefanum og að setja sitt X út fyrir boxið. Þó ekki bókstaflega, því það myndi ógilda seðilinn!Ragnar Hansson skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Hér bloggar hann um atvinnuumsókn sína í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Hversu mikilvæg er mentun? Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig "menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? 25. apríl 2014 16:00 Mest lesið Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það les enginn pólitíska pistla nema fólk sem pælir* í pólitík. Ekki láta það þá koma þér á óvart ef þessi pistill er vaðandi í málfræðivillum. Ég las hann líklega ekki yfir áður en ég sendi hann inn.*Pælir = Flokksbundið í hugsun. Ég hef ekki gengið Suðurpólinn eða klifið Everest, en á móti geta ekki allir sagt að þeir hafi klifið það andlega fjall að ganga upp að ókunnugri manneskju í verslunarmiðstöð og rétta henni kosningasnepil með bros á vör. Þú getur alveg eins sparað þér tíma og hvíslað í eyra hennar: „Ég veit hvar þú átt heima.“ Það myndi hafa svipuð áhrif. Já. Það þarf vissa týpu í þannig, en nú er ég sú týpa. Og það hefur komið mörgum á óvart. Ekki síst mér sjálfum. Sumir hafa jafnvel játað fyrir mér að þeir höfðu ekki hugmynd um að ég „pældi“ í stjórnmálum, því ég „talaði aldrei um þau.“ Athyglisvert. Ég pæli mjög mikið í stjórnmálum og ræði þau oft, þó ég hafi sjaldnast talað um flokka. Alveg eins tala ég oft um heimspeki, án þess þó að tala um Nietzsche eða Kirkegaard. Og stundum tala ég jafnvel um tónlist heilu tímana án þess að minnast einu orði á U2 eða Tinu Turner. Pólitík á ekki heima í boxi. Pólitík er hugmyndafræði. Pólitík er heimspeki. Og það á enginn stjórnmálaflokkur hana. Það er þó til fólk sem hefur tekið þá ákvörðun í lífinu að fylgja einum flokki eins og hann væri fótboltalið. Fullt af fólki. Þátttaka margra í stjórnmálaumræðu snýst því meira um að tína saman vopn til að verja þessar ákvarðanir en að vera opin fyrir nýjum. Þetta tekur annars frjóa umræðu og síar í gegnum pólitíska getnaðarvörn sem heftir á áhrifaríkan hátt fæðingu nýrra hugmynda. Með Besta flokknum og Bjartri framtíð smaug ég framhjá verju hins hefðbundna flokkakerfis og varð pólitískt slysabarn. Skot í myrkri. Aldrei datt mér í hug að ég myndi taka þátt í nokkru starfi tengdu stjórnmálum, en þótt ótrúlegt megi virðast þá fann ég mér heimili með öðrum óskilgetnum pólitískum bastörðum sem töluðu tungumál sem ég skildi og tóku allskonar pælingum fagnandi. Pólitík er ekki lobbíismi einhverrar einnar stefnu og hún gengur ekki út á hagsmuni neinna annarra en samfélagsins. Samfélagsins alls. Og samfélagið er ekki það svart og hvítt að stefna þess til framtíðar megi fást með vinstri eða hægri beygjum eingöngu. Í upphafi þessa pistils alhæfði ég að enginn læsi svona nema þeir sem væru fastmótaðir í sínum pælingum. Reynist það satt þá er þeim frjálst að nota pistilinn þeim til varnar. Örugglega ágætt vopn líka, þar sem alhæfingin ein og sér dæmir hann algerlega ómarktækan. En með von um að alhæfingin standist ekki þá hvet ég alla að hafa opinn og frjóann hug í kjörklefanum og að setja sitt X út fyrir boxið. Þó ekki bókstaflega, því það myndi ógilda seðilinn!Ragnar Hansson skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Hér bloggar hann um atvinnuumsókn sína í borginni.
Hversu mikilvæg er mentun? Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig "menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? 25. apríl 2014 16:00
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar