Traust Gísli H. Halldórsson skrifar 30. maí 2014 12:23 Það tekur langan tíma að skapa sér traust, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna. Allt frá árinu 2006 hef ég starfað sem bæjarfulltrúi fyrir Ísafjarðarbæ. Á þeim tíma hef ég með störfum mínum og formennsku í helstu nefndum bæjarins öðlast mikla og dýrmæta reynslu og þekkingu á störfum bæjarstjórnar og stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar. Á sama tíma hef ég náð að byggja upp traust, bæði meðal pólitískra samherja og andstæðinga, nægilegt traust meðal mótherja minna til margra ára til þess að þeir kjósi að gera mig að bæjarstjóraefni í kosningunum á laugardag.Fögur fyrirheit Það er auðvelt að gefa loforð og fögur fyrirheit. Þegar allt kemur til alls snúast sveitarstjórnarkosningarnar þó fyrst og fremst um að trúa fólki fyrir því að bregðast af skynsemi og yfirvegun við breytilegum og ófyrirséðum aðstæðum á komandi árum. Það getur enginn lofað því að grasið verði alltaf grænt og allt leiki í lyndi. Það getur enginn lofað því að ytri efnahagsaðstæður verði alltaf eins og best verður á kosið. Það verður að treysta því að kjörnir fulltrúar bregðist rétt við aðstæðum.Í blíðu og stríðu Það sem skiptir máli er að fólkið sem situr við stjórnvölinn standi óhaggað með hagsmunum bæjarbúa í blíðu og stríðu – láti ekki mótbyr, háreisti eða sérhagsmuni villa sér sýn á erfiðum tímum. Það skiptir máli að þeir sem þú kýst séu það sem þeir segjast vera og að þú getir treyst því að þeir vinni í þágu allra bæjarbúa. Með Örnu Láru, oddvita Í-listans, hef ég átt gott samstarf í bæjarráði á liðnu ári, svo gott að fullt traust ríkir á milli okkar. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með mikla reynslu á mörgum sviðum og góðan vilja. Með flestu af þessu fólki hef ég unnið í gegnum tíðina – og gengið það vel. Við höfum skipst á skoðunum og komist að niðurstöðu.Heilindi Ég tel mig með mína reynslu eiga fullt erindi í embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á næsta kjörtímabili. Ég tel mikilvægt að sú reynsla verði nýtt í þágu bæjarbúa með þeim hætti. Ég legg þessa ákvörðun í ykkar hendur kæru kjósendur. Samherjum mínum í Í-listanum treysti ég fullkomlega til að vinna af heilindum, ásamt mér, að velferð Ísafjarðarbæjar. Ég bið um traust ykkar í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 31. maí. Kjósið Í-listann og þá get ég, ásamt því góða fólki, veitt sveitarfélaginu forystu til næstu fjögurra ára, annars ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Það tekur langan tíma að skapa sér traust, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna. Allt frá árinu 2006 hef ég starfað sem bæjarfulltrúi fyrir Ísafjarðarbæ. Á þeim tíma hef ég með störfum mínum og formennsku í helstu nefndum bæjarins öðlast mikla og dýrmæta reynslu og þekkingu á störfum bæjarstjórnar og stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar. Á sama tíma hef ég náð að byggja upp traust, bæði meðal pólitískra samherja og andstæðinga, nægilegt traust meðal mótherja minna til margra ára til þess að þeir kjósi að gera mig að bæjarstjóraefni í kosningunum á laugardag.Fögur fyrirheit Það er auðvelt að gefa loforð og fögur fyrirheit. Þegar allt kemur til alls snúast sveitarstjórnarkosningarnar þó fyrst og fremst um að trúa fólki fyrir því að bregðast af skynsemi og yfirvegun við breytilegum og ófyrirséðum aðstæðum á komandi árum. Það getur enginn lofað því að grasið verði alltaf grænt og allt leiki í lyndi. Það getur enginn lofað því að ytri efnahagsaðstæður verði alltaf eins og best verður á kosið. Það verður að treysta því að kjörnir fulltrúar bregðist rétt við aðstæðum.Í blíðu og stríðu Það sem skiptir máli er að fólkið sem situr við stjórnvölinn standi óhaggað með hagsmunum bæjarbúa í blíðu og stríðu – láti ekki mótbyr, háreisti eða sérhagsmuni villa sér sýn á erfiðum tímum. Það skiptir máli að þeir sem þú kýst séu það sem þeir segjast vera og að þú getir treyst því að þeir vinni í þágu allra bæjarbúa. Með Örnu Láru, oddvita Í-listans, hef ég átt gott samstarf í bæjarráði á liðnu ári, svo gott að fullt traust ríkir á milli okkar. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með mikla reynslu á mörgum sviðum og góðan vilja. Með flestu af þessu fólki hef ég unnið í gegnum tíðina – og gengið það vel. Við höfum skipst á skoðunum og komist að niðurstöðu.Heilindi Ég tel mig með mína reynslu eiga fullt erindi í embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á næsta kjörtímabili. Ég tel mikilvægt að sú reynsla verði nýtt í þágu bæjarbúa með þeim hætti. Ég legg þessa ákvörðun í ykkar hendur kæru kjósendur. Samherjum mínum í Í-listanum treysti ég fullkomlega til að vinna af heilindum, ásamt mér, að velferð Ísafjarðarbæjar. Ég bið um traust ykkar í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 31. maí. Kjósið Í-listann og þá get ég, ásamt því góða fólki, veitt sveitarfélaginu forystu til næstu fjögurra ára, annars ekki.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar