Eitt loforð eða framtíð Kópavogs Sverrir Óskarsson skrifar 30. maí 2014 11:54 Í spjalli við íbúa Kópavogs kemur skýrt fram áhersla þeirra á öfluga og sveigjanlega þjónustu en líka væntingar um skynsamlega ráðstöfun á okkar sameiginlegu fjármunum. Þeir segja að bæjarstjórn og bæjarfélagið eigi að vinna markvissar og í meiri sátt við íbúa Kópavogs. Við í Bjartri framtíð höfum nálgast þessar væntingar með því að kynna íbúum lausnir og framtíðarsýn en sleppt einföldum loforðum. Það er hægt að lofa frítt í sund fyrir aldraða og á hækkun frístundarstyrk fyrir börn en hvar er þessi afmarkaði afsláttur í samhengi við önnur stórútgjöld og álag á fjölskyldur. Við getum líka spurt hvaða stjórnmálaflokkar í Kópavogi hafi í kosningum árið 2010 lofað að hækka leikskólagjöld um 17%, að hækka matargjöld í grunnskólum um 20% og hækka dægradvöl um 25%, sem því miður varð raunin. Hverjir lofuðu þá smá hækkun á íþróttastyrk en skáru á sama tíma niður framlög til íþrótta- og tómstundafélaga um 20%, sem síðan varð til þess að æfingagjöldin hækkuðu. Það er létt að smella fram einu loforði sem hægt er að afgreiða á einum bæjarstjórnarfundi en erfiðara að kynna framtíðarsýn í fjölbreyttum málefnum íbúa. Björt framtíð hefur þá stefnu að minnka álögur á barnafjölskyldur, ætlar að samþætta betur þjónustu við börn, ætlar að þróa fjölbreyttari húsnæðismöguleika, ætlar að efla atvinnulífið í bænum með meiri samvinnu ólíkra aðila og ætlar að reka bæjarfélagið á skilvirkan hátt. Okkur langar mikið að efla hið faglega innra starf sem fram fer á leikskólum, í grunnskólum og í dægradvölum bæjarins. Við ætlum líka að opna stjórnsýsluna og auka upplýsingagjöf til íbúa um kostnaðarþætti í rekstri bæjarfélagsins, þannig að íbúar fái betri innsýn störf þeirra sem stjórna og meiri áhrif á það hvernig fjármunum bæjarins er varið hverju sinni. Björt framtíð hefur talað um þjónustufyrirtækið Kópavog og þannig lagt áherslu á að okkar hlutverk sé að eiga samráð við íbúa og þróa öfluga þjónustu. Það þarf að breyta viðhorfum, auka fagmennsku, veita meiri fjármunum í innra starfið og breyta áherslum svo íbúar fái betri þjónustu. Við vitum að þetta gerist ekki með einu loforði heldur með staðfestu og framtíðarsýn í gegnum þúsund ákvarðanir og örugglega tíu þúsund samtöl við Kópavogsbúa. Með skýra stefnu og jákvæðni getum við byggt betri velferð fyrir Kópavogsbúa og tryggt að þeir séu virkir þátttakendur. Við í Bjartri framtíð erum tilbúin í verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í spjalli við íbúa Kópavogs kemur skýrt fram áhersla þeirra á öfluga og sveigjanlega þjónustu en líka væntingar um skynsamlega ráðstöfun á okkar sameiginlegu fjármunum. Þeir segja að bæjarstjórn og bæjarfélagið eigi að vinna markvissar og í meiri sátt við íbúa Kópavogs. Við í Bjartri framtíð höfum nálgast þessar væntingar með því að kynna íbúum lausnir og framtíðarsýn en sleppt einföldum loforðum. Það er hægt að lofa frítt í sund fyrir aldraða og á hækkun frístundarstyrk fyrir börn en hvar er þessi afmarkaði afsláttur í samhengi við önnur stórútgjöld og álag á fjölskyldur. Við getum líka spurt hvaða stjórnmálaflokkar í Kópavogi hafi í kosningum árið 2010 lofað að hækka leikskólagjöld um 17%, að hækka matargjöld í grunnskólum um 20% og hækka dægradvöl um 25%, sem því miður varð raunin. Hverjir lofuðu þá smá hækkun á íþróttastyrk en skáru á sama tíma niður framlög til íþrótta- og tómstundafélaga um 20%, sem síðan varð til þess að æfingagjöldin hækkuðu. Það er létt að smella fram einu loforði sem hægt er að afgreiða á einum bæjarstjórnarfundi en erfiðara að kynna framtíðarsýn í fjölbreyttum málefnum íbúa. Björt framtíð hefur þá stefnu að minnka álögur á barnafjölskyldur, ætlar að samþætta betur þjónustu við börn, ætlar að þróa fjölbreyttari húsnæðismöguleika, ætlar að efla atvinnulífið í bænum með meiri samvinnu ólíkra aðila og ætlar að reka bæjarfélagið á skilvirkan hátt. Okkur langar mikið að efla hið faglega innra starf sem fram fer á leikskólum, í grunnskólum og í dægradvölum bæjarins. Við ætlum líka að opna stjórnsýsluna og auka upplýsingagjöf til íbúa um kostnaðarþætti í rekstri bæjarfélagsins, þannig að íbúar fái betri innsýn störf þeirra sem stjórna og meiri áhrif á það hvernig fjármunum bæjarins er varið hverju sinni. Björt framtíð hefur talað um þjónustufyrirtækið Kópavog og þannig lagt áherslu á að okkar hlutverk sé að eiga samráð við íbúa og þróa öfluga þjónustu. Það þarf að breyta viðhorfum, auka fagmennsku, veita meiri fjármunum í innra starfið og breyta áherslum svo íbúar fái betri þjónustu. Við vitum að þetta gerist ekki með einu loforði heldur með staðfestu og framtíðarsýn í gegnum þúsund ákvarðanir og örugglega tíu þúsund samtöl við Kópavogsbúa. Með skýra stefnu og jákvæðni getum við byggt betri velferð fyrir Kópavogsbúa og tryggt að þeir séu virkir þátttakendur. Við í Bjartri framtíð erum tilbúin í verkefnið.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar