Betri Garðabær með þinni þátttöku María Grétarsdóttir og Ingvar Arnarson skrifar 30. maí 2014 11:42 Garðabær er góður bær og um það erum við flest sammála. Hins vegar teljum við að Garðabæ megi gera að enn betri bæ með þátttöku enn fleiri íbúa í ákvarðanatöku í málefnum sem varða okkar öll. Þannig þarf að gera verulega bragarbót í rekstri bæjarins. Íbúar eiga að hafa um það að segja í hvað skattfé okkar allra er varið. Við, fólkið í bænum, eigum að geta kosið um í hvaða verkefni önnur en skylduverkefni, skattfé okkar er varið, sér í lagi þegar þær greiðslur nema hundruðum milljóna króna. Þá er það lítið mál að gera öllum kleift að fylgjast með útgjöldum og fjárreiðum bæjarins í gegnum vef Garðabæjar með því að gera þessar upplýsingar aðgengilegar rafrænt. Þannig eykst gagnsæi og aðhald í bæjarrekstrinum. Við, fólkið í bænum eigum að geta treyst því að bæjaryfirvöld virði sínar eigin innkaupareglur þannig að að tryggt sé að gengið sé að hagstæðustu tilboðum hverju sinni og að allir eigi möguleika á að sinna verkefnum fyrir bæinn. Þá er orðin brýn þörf að efla skóla- og velferðarmál. Öll börn eiga að njóta jafnræðis í bænum hvort heldur er varðar skóla, tónlistarnám eða íþrótta og æskulýðsstarf. Þannig er það ekki í dag. Framlag bæjarsjóðs með hverju barni í grunnskóla (án húsnæðiskostnaðar) er hærra til einkaskóla, heldur en bæjarskóla í bænum.Ingvar Arnarson, skipar 2. sæti á lista FÓLKSINS- í bænum.Biðlistar eru til náms í tónlistarskóla. Gera þarf öllum börnum kleift að iðka íþróttir að eigin vali, óháð efnahag eða fjölskyldustærð. Listi FÓLKSINS í bænum hefur kynnt tillögur í þessum efnum þannig að auðveldlega megi laga þessi mál. Tillögurnar hafa einnig snúið að því hvernig bæta þurfi þjónustu við fatlað fólk og þjónustu við eldri borgara í bænum og gera hana samþættari og hægt verði að leita eftir þjónustu á einum stað í stað margra. Við viljum sjá byltingu í stígagerð fyrir hjólreiða- og göngufólk og að bærinn leiti sérfræðiaðstoðar í því sambandi. Garðbæingar eiga að hafa um það að segja hvar við viljum að göngustígar séu lagðir í Garðabæ, til að mynda við hraunjaðarinn neðan við Flatir, á Álftanesi eða um Arnarnesið. Leita á samstöðu meðal bæjarbúa um slíkt átak og það á ekki að vera ákvörðun fárra að þeir séu lagðir eða ekki lagðir eða hvar. Það á heldur ekki að vera ákvörðun fárra hvort eða hvenær farið er í fjárfrekar veglagningar um náttúruperlur í landi Garðabæjar. Hlustum á raddir fólksins í bænum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Garðabær er góður bær og um það erum við flest sammála. Hins vegar teljum við að Garðabæ megi gera að enn betri bæ með þátttöku enn fleiri íbúa í ákvarðanatöku í málefnum sem varða okkar öll. Þannig þarf að gera verulega bragarbót í rekstri bæjarins. Íbúar eiga að hafa um það að segja í hvað skattfé okkar allra er varið. Við, fólkið í bænum, eigum að geta kosið um í hvaða verkefni önnur en skylduverkefni, skattfé okkar er varið, sér í lagi þegar þær greiðslur nema hundruðum milljóna króna. Þá er það lítið mál að gera öllum kleift að fylgjast með útgjöldum og fjárreiðum bæjarins í gegnum vef Garðabæjar með því að gera þessar upplýsingar aðgengilegar rafrænt. Þannig eykst gagnsæi og aðhald í bæjarrekstrinum. Við, fólkið í bænum eigum að geta treyst því að bæjaryfirvöld virði sínar eigin innkaupareglur þannig að að tryggt sé að gengið sé að hagstæðustu tilboðum hverju sinni og að allir eigi möguleika á að sinna verkefnum fyrir bæinn. Þá er orðin brýn þörf að efla skóla- og velferðarmál. Öll börn eiga að njóta jafnræðis í bænum hvort heldur er varðar skóla, tónlistarnám eða íþrótta og æskulýðsstarf. Þannig er það ekki í dag. Framlag bæjarsjóðs með hverju barni í grunnskóla (án húsnæðiskostnaðar) er hærra til einkaskóla, heldur en bæjarskóla í bænum.Ingvar Arnarson, skipar 2. sæti á lista FÓLKSINS- í bænum.Biðlistar eru til náms í tónlistarskóla. Gera þarf öllum börnum kleift að iðka íþróttir að eigin vali, óháð efnahag eða fjölskyldustærð. Listi FÓLKSINS í bænum hefur kynnt tillögur í þessum efnum þannig að auðveldlega megi laga þessi mál. Tillögurnar hafa einnig snúið að því hvernig bæta þurfi þjónustu við fatlað fólk og þjónustu við eldri borgara í bænum og gera hana samþættari og hægt verði að leita eftir þjónustu á einum stað í stað margra. Við viljum sjá byltingu í stígagerð fyrir hjólreiða- og göngufólk og að bærinn leiti sérfræðiaðstoðar í því sambandi. Garðbæingar eiga að hafa um það að segja hvar við viljum að göngustígar séu lagðir í Garðabæ, til að mynda við hraunjaðarinn neðan við Flatir, á Álftanesi eða um Arnarnesið. Leita á samstöðu meðal bæjarbúa um slíkt átak og það á ekki að vera ákvörðun fárra að þeir séu lagðir eða ekki lagðir eða hvar. Það á heldur ekki að vera ákvörðun fárra hvort eða hvenær farið er í fjárfrekar veglagningar um náttúruperlur í landi Garðabæjar. Hlustum á raddir fólksins í bænum.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar