Filippo Inzaghi er nýr þjálfari AC Milan, en hann tekur við starfinu af fyrrum samherja sínum, Clarence Seedorf. Inzaghi samdi við Milan til tveggja ára. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins.
Seedorf tók við Milan 16. janúar 2014 eftir að Massimo Allegri var látinn taka pokann sinn. Hann stjórnaði Milan í 19 deildarleikjum. Milan endaði í 8. sæti Serie A, 45 stigum á eftir meisturum Juventus, og féll úr leik fyrir Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Inzaghi hefur stýrt U-19 ára liði Milan síðan hann lagði skóna á hilluna sumarið 2012. Hann skoraði 126 mörk í 300 leikjum fyrir Milan á árunum 2001-2012. Þá skoraði Inzaghi 25 mörk í 57 landsleikjum, en hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006.
Inzaghi nýr þjálfari AC Milan
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

„Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“
Íslenski boltinn

Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs
Íslenski boltinn






