„Fari svo, eru kosningarnar ógildar“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2014 18:37 Vísir/Pjetur „Já ég er að skoða þetta í fullri alvöru og hef tíma fram á föstudag,“ segir Björgvin E. Vídalín, formaður Dögunar. Hann hyggst kæra framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík. Á föstudaginn rennur ákærufrestur vegna kosninganna út. Sagt var frá því á Vísi fyrir helgi að Þjóðskrá hefði lögheimilisskráningu Sveinbjargar Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, til athugunar. Sveinbjörg er með lögheimili skráð í Reykjavík, en hefur sagst búa í Kópavogi. DV sagði frá því fyrr í dag að Björgvin hefði hug á að kæra framboðið. „Ég ráðfæri mig við ýmsa menn, en það verður af þessu. Í mínum huga er þetta þannig mál að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið,“ segir Björgvin. „Búseta er samkvæmt lögum þar sem búslóð er og þar sem manneskjan dvelur meiri part ársins, auk fleiri atriða.“ „Þó hún hafi afdrep í Reykjavík, er það ekki næg ástæða til að hún sé kjörgeng að mínu mati.“ Eins og áður hefur komið fram hefur Þjóðskrá lögheimilisskráningu Sveinbjargar til athugunar. Mál Sigurbjargar er í hefðbundinni málsmeðferð hjá Þjóðskrá, en að henni lokinni verður ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar. „Fari svo, þá eru kosningarnar ógildar, að mínu mati. Það væri ekki bara hægt að færa næstu manneskju upp, heldur er kosningin ógild og kjósa þarf upp á nýtt,“ segir Björgvin. Björgvin hefur þó ekki lagt fram kæru enn. „Það er verið að skoða þetta, en það mun verða að þessu.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
„Já ég er að skoða þetta í fullri alvöru og hef tíma fram á föstudag,“ segir Björgvin E. Vídalín, formaður Dögunar. Hann hyggst kæra framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík. Á föstudaginn rennur ákærufrestur vegna kosninganna út. Sagt var frá því á Vísi fyrir helgi að Þjóðskrá hefði lögheimilisskráningu Sveinbjargar Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, til athugunar. Sveinbjörg er með lögheimili skráð í Reykjavík, en hefur sagst búa í Kópavogi. DV sagði frá því fyrr í dag að Björgvin hefði hug á að kæra framboðið. „Ég ráðfæri mig við ýmsa menn, en það verður af þessu. Í mínum huga er þetta þannig mál að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið,“ segir Björgvin. „Búseta er samkvæmt lögum þar sem búslóð er og þar sem manneskjan dvelur meiri part ársins, auk fleiri atriða.“ „Þó hún hafi afdrep í Reykjavík, er það ekki næg ástæða til að hún sé kjörgeng að mínu mati.“ Eins og áður hefur komið fram hefur Þjóðskrá lögheimilisskráningu Sveinbjargar til athugunar. Mál Sigurbjargar er í hefðbundinni málsmeðferð hjá Þjóðskrá, en að henni lokinni verður ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar. „Fari svo, þá eru kosningarnar ógildar, að mínu mati. Það væri ekki bara hægt að færa næstu manneskju upp, heldur er kosningin ógild og kjósa þarf upp á nýtt,“ segir Björgvin. Björgvin hefur þó ekki lagt fram kæru enn. „Það er verið að skoða þetta, en það mun verða að þessu.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira