Körfubolti

Andrew Wiggins valinn fyrstur í nýliðavali NBA

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Andrew Wiggins og Adam Silver, framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar.
Andrew Wiggins og Adam Silver, framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar. Vísir/Getty.
Andrew Wiggins varð í nótt aðeins annar kanadíski leikmaðurinn til þess að vera valinn með fyrsta valrétti í nýliðavalinu í NBA-deildinni þegar Cleveland Cavaliers valdi Wiggins.

Er þetta annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum að Cleveland fær fyrsta valrétt og annað árið í röð sem Cleveland velur kanadískan leikmann með fyrsta valrétt. Wiggins var með 17,1 stig og 5,9 frákast að meðaltali í leik með háskólanum sínum, Kansas Jayhawks.

Jabari Parker úr Duke háskólanum var valinn annar af Milwaukee Bucks en mikil óvissa var um hvort Parker eða Wiggins væru valdnir fyrstir í nýliðavalinu. Joel Embiid sem flestir töldu að yrði valinn fyrstur í upphafi árs var valinn með valrétti númer þrjú af Philadelphia 76ers en meiðsli Embiid færðu hann neðar í nýliðavalinu. Saga Embiid er ansi mögnuð en hann byrjaði að leika körfubolta fyrir fimm árum.

Þá heiðraði deildin sérstaklega Isaiah Austin sem þurfti að draga sig úr nýliðavalinu vegna veikinda. Austin fékk að vita við læknisskoðun nokkrum dögum fyrir nýliðavalið að hann væri með Marfan heilkenni, sjaldgæfan hjartagalla sem gerði það að verkum að hann væri að hætta lífi sínu með því að leika körfubolta.

Myndbönd af því þegar Wiggins, Parker og Embiid eru hér fyrir neðan ásamt myndbandi af því þegar Austin var heiðraður.

Tíu efstu í nýliðavalinu:

1.Andrew Wiggins, Cleveland Cavaliers.

2. Jabari Parker, Milwaukee Bucks.

3. Joel Embiid, Philadelphia 76ers .

4. Aaron Gordon, Orlando Magic.

5. Dante Exum, Utah Jazz.

6. Marcus Smart, Boston Celtics.

7. Julius Randle, Los Angeles Lakers.

8. Nik Stauskas, Sacramento Kings.

9. Noah Vonleh, Charlotte Hornets.

10. Elfrid Payton, Philadelphia 76ers.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×