Erlent

Þyrla skotin niður í Úkraínu

Bjarki Ármannsson skrifar
Þyrla úkraínska hersins.
Þyrla úkraínska hersins. Nordicphotos/AFP
Úkraínski herinn segir að þyrla á þeirra vegum hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins.

Frá þessu greinir BBC. Talsmenn hersins segja að þyrlan hafi verið að flytja herbúnað og að hún hafi hrapað stuttu eftir að hún tók á loft í grennd við borgina Slóvíansk, sem er á valdi aðskilnaðarsinna.

Níu manns voru um borð og talið er að allir séu látnir. Í gær sögðu talsmenn aðskilnaðarsinna, sem vilja innlimun austurhluta Úkraínu í Rússland, að þeir myndu virða vopnahlé sem boðað var af úkraínskum stjórnvöldum


Tengdar fréttir

Átökin breiðast hratt út

Talið er að ellefu manns hafi fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu sem breiðast nú hratt út til nærliggjandi borga og bæja.

Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu

Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf.

Enn þokast í samkomulagsátt

Rússland og Úkraína eru í gær sögð hafa náð markverðum árangri í viðræðum um lækkun á afhendingarverði gass og um skuldir ríkisstjórnar Úkraínu við Rússland vegna fyrri gasviðskipta.

Stjórnvöld í Úkraínu endurheimta Mariupol

Innanríkisráðherra landsins, Arseníj Avakoff, sagði í gær að öryggissveitir ríkisstjórnarinnar hefðu nú fulla stjórn á höfuðvígum aðskilnaðarsinna í borginni.

Rússar vilja ekki frekari innlimun

Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×