CIA og KGB deildu klósettum í Höfða Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. júní 2014 14:01 Hér eru tvær myndir frá leiðtogafundinum árið 1986. Í bók um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, kemur fram að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, CIA og KGB, þurftu að deila salernisaðstöðunni í Höfða á milli sín. Ken Adleman, höfundur bókarinnar Reagan at Reykjavik, sagði frá málinu í fyrirlestri sem hann hélt í síðasta mánuði. Í bókinni er kafli sem heitir Urinal Diplomacy, sem mætti kalla Hlandskála samkomulag. Leyniþjónusturnar fengu aðstöðu í kjallaranum í Höfða og í ljósi stöðunnar í samskiptum ríkjanna var það fréttnæmt að CIA og KGB væru saman í kjallara á jafn litlu húsi og Höfði er. Á þessum tíma voru tvö baðherbergi í kjallaranum, annað stærra en hitt. Að sögn Adelman var það mönnum mikið kappsmál að fá stærra baðherbergið. Hvorugur aðilinn vildi gefa eftir og að lokum var ákveðið að leyniþjónusturnar myndu deila baðherbergjunum. Í fyrirlestrinum grínast Adelman um málið. Hann talar um að leyniþjónustur í heiminum séu með það hlutverk að sanka að sér upplýsingum. „On a need-to-know basis,“ eins og hann orðar það á ensku og bætir svo að þessa helgi í Höfða hafi KGB og CIA starfað á „need-to-go basis“, þegar það kom að klósettnotkun. Adelman lýsir svo hvernig ástandið var í kjallaranum í Höfða. Honum var skipt í tvennt á milli þessara tveggja öflugu stofnana. Hann sagðist vona að menn hafi tekið myndir af búnaði hvors annars, því í þá daga voru slíkar myndir mikils virði. Í bók sinni fjallar Adelman mikið um Höfða og segir húsið hafa gengt lykilhlutverki í að gera fundinn jafn árangursríkan og raun bar vitni. Hann fjallar mikið um meintan reimleika í bókinni og í fyrirlestrinum. Hann segir frá því þegar Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í viðtali við hinn virta fjölmiðlamann Tom Brokaw að hann trúði á drauga og ef það væri reimt í Höfða, þá væru draugarnir mjög velkomnir. Adelman starfaði með Ronald Reagan, sem vopnasérfræðingur. Hann kom hingað til lands ásamt Reagan árið 1986 og skrifaði bók sem kom út í síðasta mánuði um heimsókn þeirra til Reykjavíkur. Bókin, Regan at Reykjavik, hefur fengið talsverða umfjöllun hjá stórum fréttastofum á borð við NBC og Fox. Adelman hefur lýst því yfir að leiðtogafundurinn í Höfða hafi bundið enda á Kalda stríðið. Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13 Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Í bók um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, kemur fram að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, CIA og KGB, þurftu að deila salernisaðstöðunni í Höfða á milli sín. Ken Adleman, höfundur bókarinnar Reagan at Reykjavik, sagði frá málinu í fyrirlestri sem hann hélt í síðasta mánuði. Í bókinni er kafli sem heitir Urinal Diplomacy, sem mætti kalla Hlandskála samkomulag. Leyniþjónusturnar fengu aðstöðu í kjallaranum í Höfða og í ljósi stöðunnar í samskiptum ríkjanna var það fréttnæmt að CIA og KGB væru saman í kjallara á jafn litlu húsi og Höfði er. Á þessum tíma voru tvö baðherbergi í kjallaranum, annað stærra en hitt. Að sögn Adelman var það mönnum mikið kappsmál að fá stærra baðherbergið. Hvorugur aðilinn vildi gefa eftir og að lokum var ákveðið að leyniþjónusturnar myndu deila baðherbergjunum. Í fyrirlestrinum grínast Adelman um málið. Hann talar um að leyniþjónustur í heiminum séu með það hlutverk að sanka að sér upplýsingum. „On a need-to-know basis,“ eins og hann orðar það á ensku og bætir svo að þessa helgi í Höfða hafi KGB og CIA starfað á „need-to-go basis“, þegar það kom að klósettnotkun. Adelman lýsir svo hvernig ástandið var í kjallaranum í Höfða. Honum var skipt í tvennt á milli þessara tveggja öflugu stofnana. Hann sagðist vona að menn hafi tekið myndir af búnaði hvors annars, því í þá daga voru slíkar myndir mikils virði. Í bók sinni fjallar Adelman mikið um Höfða og segir húsið hafa gengt lykilhlutverki í að gera fundinn jafn árangursríkan og raun bar vitni. Hann fjallar mikið um meintan reimleika í bókinni og í fyrirlestrinum. Hann segir frá því þegar Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í viðtali við hinn virta fjölmiðlamann Tom Brokaw að hann trúði á drauga og ef það væri reimt í Höfða, þá væru draugarnir mjög velkomnir. Adelman starfaði með Ronald Reagan, sem vopnasérfræðingur. Hann kom hingað til lands ásamt Reagan árið 1986 og skrifaði bók sem kom út í síðasta mánuði um heimsókn þeirra til Reykjavíkur. Bókin, Regan at Reykjavik, hefur fengið talsverða umfjöllun hjá stórum fréttastofum á borð við NBC og Fox. Adelman hefur lýst því yfir að leiðtogafundurinn í Höfða hafi bundið enda á Kalda stríðið.
Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13 Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18
Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13
Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21