Strætóskýli úr 100.000 Lego kubbum Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2014 12:45 Ungur vegfarandi hrífst af strætóskýlinu. Á Regent Street í London hefur nú verið sett upp strætóskýli sem byggt er úr 100.000 Lego kubbum. Það er kannski ekki tilviljun að þessi stoppustöð er fyrir utan stóra Hamleys leikfangaverslun þar í götu. Svo langt var gengið í smíðinni að skiltin við stöðina eru líka úr Lego kubbum, sem og sætin. Einnig eru gegnsæjar hliðar skýlisins úr gegnsæjum Lego kubbum. Það er fyrirtækið Trueform sem lagði í þessa smíði, en Trueform er þekktast fyrir smíði húsgagna sem ætluð eru við götur og eiga að þola að vera úti. Þar ætti því að vera til staðar hugvit og þekking til að smíða hluti sem standast flest veður og standast tímans tönn. Það er ekki úr vegi fyrir þá sem erindi eiga til London að kíkja á þessa frumlegu stoppistöð. Leiðbeiningarskiltin eru einnig úr Lego kubbum. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Á Regent Street í London hefur nú verið sett upp strætóskýli sem byggt er úr 100.000 Lego kubbum. Það er kannski ekki tilviljun að þessi stoppustöð er fyrir utan stóra Hamleys leikfangaverslun þar í götu. Svo langt var gengið í smíðinni að skiltin við stöðina eru líka úr Lego kubbum, sem og sætin. Einnig eru gegnsæjar hliðar skýlisins úr gegnsæjum Lego kubbum. Það er fyrirtækið Trueform sem lagði í þessa smíði, en Trueform er þekktast fyrir smíði húsgagna sem ætluð eru við götur og eiga að þola að vera úti. Þar ætti því að vera til staðar hugvit og þekking til að smíða hluti sem standast flest veður og standast tímans tönn. Það er ekki úr vegi fyrir þá sem erindi eiga til London að kíkja á þessa frumlegu stoppistöð. Leiðbeiningarskiltin eru einnig úr Lego kubbum.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent