Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2014 14:06 Mynd/Hestafréttir.is Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapinn sem féll nýverið á lyfjaprófi fyrir amfetamínneyslu, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þorvaldur gekkst undir lyfjapróf eftir töltkeppni í Meistaradeildinni sem hann vann þann 6. mars síðastliðinn. Hann féll á lyfjaprófinu og var dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann. Hann áfrýjaði hins vegar dómnum og var áfrýjunin tekin fyrir í gær. Dómurinn var mildaður en þá fyrst var greint frá því opinberlega að Þorvaldur Árni hafi neytt efnisins levmetamfetamine eða amfetamíns. Þorvaldur staðfestir þetta í yfirlýsingunni en tekur fram að hann hafi tekið inn lyfin viku áður en mæling fór fram. „Það er því alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan. „Til þeirra er málið varðar. Ég, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, staðfesti að við mælingu Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ hinn 6. mars sl. mældust leifar af efni á bannlista ÍSÍ í líkama mínum. Það leiddi til þess að ég var kærður til dómstóls ÍSÍ sem komst að þeirri niðurstöðu að ég skyldi sæta þriggja mánaða keppnisbanni. Mér þótti sú refsing hörð og áfrýjaði því dóminum til áfrýjunardómstóls ÍSÍ sem mildaði refsinguna í 30 daga keppnisbann frá og með 30. maí sl. Ég tek fram að ég neytti umræddra lyfja viku áður en mæling fór fram og var ekki undir áhrifum þeirra í keppni. Því er alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn. Lyfið mælist aftur á móti við sýnatöku í alllangan tíma eftir neyslu. Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur. Virðingarfyllst, Þorvaldur Árni Þorvaldsson“ Íþróttir Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapinn sem féll nýverið á lyfjaprófi fyrir amfetamínneyslu, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þorvaldur gekkst undir lyfjapróf eftir töltkeppni í Meistaradeildinni sem hann vann þann 6. mars síðastliðinn. Hann féll á lyfjaprófinu og var dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann. Hann áfrýjaði hins vegar dómnum og var áfrýjunin tekin fyrir í gær. Dómurinn var mildaður en þá fyrst var greint frá því opinberlega að Þorvaldur Árni hafi neytt efnisins levmetamfetamine eða amfetamíns. Þorvaldur staðfestir þetta í yfirlýsingunni en tekur fram að hann hafi tekið inn lyfin viku áður en mæling fór fram. „Það er því alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan. „Til þeirra er málið varðar. Ég, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, staðfesti að við mælingu Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ hinn 6. mars sl. mældust leifar af efni á bannlista ÍSÍ í líkama mínum. Það leiddi til þess að ég var kærður til dómstóls ÍSÍ sem komst að þeirri niðurstöðu að ég skyldi sæta þriggja mánaða keppnisbanni. Mér þótti sú refsing hörð og áfrýjaði því dóminum til áfrýjunardómstóls ÍSÍ sem mildaði refsinguna í 30 daga keppnisbann frá og með 30. maí sl. Ég tek fram að ég neytti umræddra lyfja viku áður en mæling fór fram og var ekki undir áhrifum þeirra í keppni. Því er alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn. Lyfið mælist aftur á móti við sýnatöku í alllangan tíma eftir neyslu. Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur. Virðingarfyllst, Þorvaldur Árni Þorvaldsson“
Íþróttir Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00
Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14
Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15