Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2014 20:00 Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir íbúðasvæði en í dag er um helmingur lands í Skeifunni bílastæði. Mikilvægt sé að þróa hverfið með hliðsjón af því sem þar er fyrir en gert er ráð fyrir að um fimm hundruð íbúðir rísi í Skeifunni á næstu fimmtán árum. Miðja Reykjavíkurborgar er í rauninni í Skeifunni. Þar er gert ráð fyrir allnokkri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi til ársins 2030. Spurningin er hvort þeir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað á sunnudagskvöld verði til þess að flýta þeirri skipulagsvinnu? „Það er hugsanlegt. Aðalatriðið til að byrja með er að spá í það hvernig þeir sem urðu fyrir miklu tjóni fá það bætt. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En það er rétt að í aðalskipulaginu sem gildir til 2030 er gert ráð fyrir því að hér geti komið 500 íbúðir og reyndar hafa menn lengi horft til þessa svæðis. Það má segja að þetta sé risastórt bílastæði með slatta af byggingum. Ég held að tæplega 50 % svæðisins séu bílastæði,“ segir Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjálmar segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir blandaða byggð og atvinnuhúsnæði. En það sé ekki sama hvernig hverfið verði skipulagt. „Hér er blómlegur business og þetta þarf að vera þannig að allir muni í einhverjum skilningi græða á þeirri uppbyggingu sem fer fram hérna. Og ég tel mikilvægt að þetta verði ekki eins og gert hefur verið víða í borginni að allt er rifið sem fyrir er, heldur að það sem er byggt nýtt verði prjónað inn í það sem fyrir er. Þannig að hérna verði íbúðasvæði. En hérna geti líka þær verslanir og skrifstofur sem fyrir eru haldið áfram að þrífast og stunda sín viðskipti,“ segir Hjálmar. Samstarfs- og skipulagshópurinn Hæg breytileg átt hafði löngu fyrir brunann sett fram hugmyndir um framtíðarskipulag Skeifunnar, þar sem m.a. er horft til Soho hverfisins í Lundúnum. Hjálmari lýst vel á hugmyndir hópsins. „Ég hef skoðað þetta svolítið og ég er eiginlega algerlega sammála öllum þeirra áherslupunktum. Þar er einmitt gert ráð fyrir að þetta verði ekki, ef til kemur, eitthvað blokkarhverfi, heldur einmitt þessi skemmtilega blanda af atvinnustarfsemi og íbúðum. Eins og er í þessu fræga Meat District hverfi á Manhattan og í Soho. Hér eru frábær tækifæri til að byggja upp slíkt hverfi,“ segir Hjálmar Sveinsson. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir íbúðasvæði en í dag er um helmingur lands í Skeifunni bílastæði. Mikilvægt sé að þróa hverfið með hliðsjón af því sem þar er fyrir en gert er ráð fyrir að um fimm hundruð íbúðir rísi í Skeifunni á næstu fimmtán árum. Miðja Reykjavíkurborgar er í rauninni í Skeifunni. Þar er gert ráð fyrir allnokkri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi til ársins 2030. Spurningin er hvort þeir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað á sunnudagskvöld verði til þess að flýta þeirri skipulagsvinnu? „Það er hugsanlegt. Aðalatriðið til að byrja með er að spá í það hvernig þeir sem urðu fyrir miklu tjóni fá það bætt. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En það er rétt að í aðalskipulaginu sem gildir til 2030 er gert ráð fyrir því að hér geti komið 500 íbúðir og reyndar hafa menn lengi horft til þessa svæðis. Það má segja að þetta sé risastórt bílastæði með slatta af byggingum. Ég held að tæplega 50 % svæðisins séu bílastæði,“ segir Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjálmar segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir blandaða byggð og atvinnuhúsnæði. En það sé ekki sama hvernig hverfið verði skipulagt. „Hér er blómlegur business og þetta þarf að vera þannig að allir muni í einhverjum skilningi græða á þeirri uppbyggingu sem fer fram hérna. Og ég tel mikilvægt að þetta verði ekki eins og gert hefur verið víða í borginni að allt er rifið sem fyrir er, heldur að það sem er byggt nýtt verði prjónað inn í það sem fyrir er. Þannig að hérna verði íbúðasvæði. En hérna geti líka þær verslanir og skrifstofur sem fyrir eru haldið áfram að þrífast og stunda sín viðskipti,“ segir Hjálmar. Samstarfs- og skipulagshópurinn Hæg breytileg átt hafði löngu fyrir brunann sett fram hugmyndir um framtíðarskipulag Skeifunnar, þar sem m.a. er horft til Soho hverfisins í Lundúnum. Hjálmari lýst vel á hugmyndir hópsins. „Ég hef skoðað þetta svolítið og ég er eiginlega algerlega sammála öllum þeirra áherslupunktum. Þar er einmitt gert ráð fyrir að þetta verði ekki, ef til kemur, eitthvað blokkarhverfi, heldur einmitt þessi skemmtilega blanda af atvinnustarfsemi og íbúðum. Eins og er í þessu fræga Meat District hverfi á Manhattan og í Soho. Hér eru frábær tækifæri til að byggja upp slíkt hverfi,“ segir Hjálmar Sveinsson.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent