Enn halda Ísraelsmenn áfram loftárásum á Gaza-svæðið. Þetta er í kjölfar þess að Hamas-liðiar skutu nokkrum fjölda eldflauga á Ísrael. Að minnsta kosti 15 Palestínumenn, þar með taldar tvær konur og barn, slösuðust í árásunum.
Hamas hafði áður sagt að eldflaugarnar væru svar við yfirgangi Zionista, en þetta var í kjölfar ásakana um að Ísraelsher hafi drepið fimm Hamas-liða. Því hafna hins vegar Ísraelar. Ásakanir ganga á víxl milli þessara stríðandi fylkinga en stigvaxandi spenna er á svæðinu eftir að þrír ísraelskir unglingar fundust myrtir fyrir rúmri viku og var því svarað með hrottalegu morði á palestínsku ungmenni.
Enn er sprengt á Gaza-svæðinu
Jakob Bjarnar skrifar
