Víkingur Ólafsvík og KA skildu jöfn 2-2 í toppbaráttuleik í 1. deild karla í fótbolta á Ólafsvíkurvelli í dag.
Kemal Cesa kom Víkingi yfir á 34. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik.
Tomasz Luba varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna leikinn á 72. mínútu en Steinar Már Ragnarsson kom Víkingi aftur yfir aðeins þremur mínútum síðar.
Allt stefndi í sigur heimamanna þar til Gunnar Örvar Stefánsson jafnaði metin í uppbótartíma og tryggði KA mikilvægt stig.
KA er í fjórða sæti með 20 stig, stigi á eftir ÍA og HK. Víkingur er með 19 stig í fimmta sæti.
KA náði jafntefli á Ólafsvík
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
