Kiðjaberg að kikna vegna rigninga Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2014 11:23 Jóhann á Kiðjabergi. Ef ekki hættir að rigna er lítið annað í kortunum en loka vellinum. Þungt hljóð er í golfurum landsins, þrálátar rigningar aftra því að menn komist á golfvöllinn en ætla má að um 20 þúsund manns stundi golf á Íslandi að staðaldri. Einn glæsilegasti völlur landsins er Kiðjabergið. Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB segir að ef veður lagist ekki fljótlega sé ekki um neitt annað að ræða en loka vellinum -- reksturinn er að komast í þrot. Áhyggjur þeirra í golfheiminum er mikill en Kylfingur.is fjallar um málið. Jóhann segir, í samtali við Vísi, að sumarið hafi farið ágætlega af stað. Maí-mánuður var mjög góður og framan af júní, en svo byrjaði að rigna. Og rigna. „Júlímánuður, sem er okkar stærsti mánuður hefur verið afleitur. Það hefur rignt hér nánast alla daga í mánuðinum. Maður skilur kylfinga vel, að þeir mæti ekki þegar svona hefur viðrað,“ segir Jóhann. Sem sjálfur er kylfingur, býr við golfvöllinn og hann nennir ekki að klæða sig í regngallann dag eftir dag. „Sjálfur er ég mikill golfari en ég hef ekki spilað golf síðan 29. júní. Ekki eitt högg. Það segir mikla sögu.“Manstu eftir öðru eins? „Alla vega ekki síðan ég fór að hafa afskipti af þessum rekstri hérna. Ég er búinn að koma nálægt þessu í tíu ár og formaður og ég man ekki eftir svona sumri. Og bara, síðan maður byrjaði í golfi sjálfur fyrir einhverjum 40 árum síðan, þá man ég ekki eftir svona rigningatíð heilt sumar.“ Sumarið í fyrra var ekki hagstætt kylfingum, þá var rok og rigning en Jóhann segir að það sem bjargaði því sumri var að það stytti oft upp um helgar. Nú er því ekki að heilsa. „Aðsóknin þá var góð um helgar. Nú er þetta bara þannig að það hefur dregið úr aðsókn alla daga.“Þú segir að reksturinn sé kominn að þolmörkum? „Já, við byggjum okkar rekstur alfarið á félagsgjöldum, vallargjöldum, rekstri golfbíla og öðru slíku og þegar svona árar verður erfitt að halda úti rekstri því við gerðum náttúrlega ráð fyrir því að þurfa að borga mönnum laun og annað; kaupa áburð, fræ og slíkt. Og það verður ekki mikið eftir ef þetta heldur áfram svona,“ segir Jóhann. En til þess ber þó að líta að Kiðjabergsvöllur stendur vel fjárhagslega, byggir á traustum grunni, skuldar ekki neitt og því verður að telja afar ólíklegt að til þess komi. En, enginn er búmaður nema barmi sér. Kiðjabergið er einn glæsilegasti völlur landsins og að sögn Jóhanns þolir hann rigninguna ágætlega. Ekki hefur þurft að loka fyrir umferð golfbíla einn einasta dag þrátt fyrir þessa úrkomu. Völlurinn er óaðfinnanlegur og í frábæru ástandi. Hefur sjaldan verið betra.Þú ert væntanlega í sambandi við kollega þína á öðrum völlum? „Það er þungt hljóð í mönnum. Þetta er svipað ástand hér á Suðurlandi og jafnvel höfuðborgarsvæðinu líka. Allstaðar hefur dregið mjög úr innkomu.“ Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þungt hljóð er í golfurum landsins, þrálátar rigningar aftra því að menn komist á golfvöllinn en ætla má að um 20 þúsund manns stundi golf á Íslandi að staðaldri. Einn glæsilegasti völlur landsins er Kiðjabergið. Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB segir að ef veður lagist ekki fljótlega sé ekki um neitt annað að ræða en loka vellinum -- reksturinn er að komast í þrot. Áhyggjur þeirra í golfheiminum er mikill en Kylfingur.is fjallar um málið. Jóhann segir, í samtali við Vísi, að sumarið hafi farið ágætlega af stað. Maí-mánuður var mjög góður og framan af júní, en svo byrjaði að rigna. Og rigna. „Júlímánuður, sem er okkar stærsti mánuður hefur verið afleitur. Það hefur rignt hér nánast alla daga í mánuðinum. Maður skilur kylfinga vel, að þeir mæti ekki þegar svona hefur viðrað,“ segir Jóhann. Sem sjálfur er kylfingur, býr við golfvöllinn og hann nennir ekki að klæða sig í regngallann dag eftir dag. „Sjálfur er ég mikill golfari en ég hef ekki spilað golf síðan 29. júní. Ekki eitt högg. Það segir mikla sögu.“Manstu eftir öðru eins? „Alla vega ekki síðan ég fór að hafa afskipti af þessum rekstri hérna. Ég er búinn að koma nálægt þessu í tíu ár og formaður og ég man ekki eftir svona sumri. Og bara, síðan maður byrjaði í golfi sjálfur fyrir einhverjum 40 árum síðan, þá man ég ekki eftir svona rigningatíð heilt sumar.“ Sumarið í fyrra var ekki hagstætt kylfingum, þá var rok og rigning en Jóhann segir að það sem bjargaði því sumri var að það stytti oft upp um helgar. Nú er því ekki að heilsa. „Aðsóknin þá var góð um helgar. Nú er þetta bara þannig að það hefur dregið úr aðsókn alla daga.“Þú segir að reksturinn sé kominn að þolmörkum? „Já, við byggjum okkar rekstur alfarið á félagsgjöldum, vallargjöldum, rekstri golfbíla og öðru slíku og þegar svona árar verður erfitt að halda úti rekstri því við gerðum náttúrlega ráð fyrir því að þurfa að borga mönnum laun og annað; kaupa áburð, fræ og slíkt. Og það verður ekki mikið eftir ef þetta heldur áfram svona,“ segir Jóhann. En til þess ber þó að líta að Kiðjabergsvöllur stendur vel fjárhagslega, byggir á traustum grunni, skuldar ekki neitt og því verður að telja afar ólíklegt að til þess komi. En, enginn er búmaður nema barmi sér. Kiðjabergið er einn glæsilegasti völlur landsins og að sögn Jóhanns þolir hann rigninguna ágætlega. Ekki hefur þurft að loka fyrir umferð golfbíla einn einasta dag þrátt fyrir þessa úrkomu. Völlurinn er óaðfinnanlegur og í frábæru ástandi. Hefur sjaldan verið betra.Þú ert væntanlega í sambandi við kollega þína á öðrum völlum? „Það er þungt hljóð í mönnum. Þetta er svipað ástand hér á Suðurlandi og jafnvel höfuðborgarsvæðinu líka. Allstaðar hefur dregið mjög úr innkomu.“
Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira