Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2014 08:30 Skjáskot úr myndbandinu þar sem einn aðskilnaðarsinnanna hringir í yfirmenn sína af vettvangi. Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum, Yuriy Sergeyev, segir Rússa, ásamt aðskilnaðarsinnum, bera ábyrgð á því að flugvél malasíska flugfélagsins hafi verið skotin niður í gær. Þeir hafi gefið aðskilnaðarsinnum háþróað loftvarnakerfi.298 manns voru um borð í vélinni, þar af þrjú ungabörn, og létust allir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sendi frá sér tilkynningu þar sem hann segir stjórnvöld í Kænugarði bera ábyrgðina, án þess þó að saka þá um að hafa skotið vélina niður. „Þessi harmleikur hefði ekki átt sér stað ef friði hefði verið komið á í Úkraínu og að herinn hefði ekki hafið árásir aftur í suðausturhluta landsins. Auðvitað ber ríkið ábyrgð á þessum harmleik þar sem hann á sér stað innan landamæra þess,“ sagði Pútín.Brak úr vélinni í Úkraínu.Vísir/AFPLeyniþjónusta Úkraínu birti í gærkvöldi upptöku tveggja símtala. Leyniþjónustan segist hafa hlerað símtölin. Í fyrra símtalinu er einn af foringjum aðskilnaðarsinna, Igor Bezler, sagður tala við meðlim rússnesku leyniþjónustunar. Þar segir hann að þeir hafi skotið niður flugvél. Í seinna símtalinu eru tveir aðskilnaðarsinnar sagðir ræða saman og annar þeirra mun vera innan um brak úr vélinni. Þeir segja aðskilnaðarsinna hafa skotið vélina niður.AP fréttaveitan segir þó að ekki hafi tekist að staðfesta að upptökurnar séu ósviknar. Rússneskir fjölmiðlar hafa eftir Sergey Kavtaradze, talsmanni aðskilnaðarsinna í Donetsk, að hljóðupptakan sé fölsuð. Hægt er að hlusta á upptökuna hér að neðan. Þá hefur Alexandar Borodai, einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna, sagt að viðræður ættu sér nú stað við yfirvöld í Kænugarði um vopnahlé. Það ætti að nota til að veita alþjóðlegum rannsakendum aðgang að svæðinu þar sem brak úr vélinni lenti. Brak vélarinnar dreifðist um stór svæði og er til dæmis kílómetri á milli fremsta hluta vélarinnar, stjórnklefans, og hreyflanna. Heimamenn segja stél vélarinnar vera í um tíu kílómetra fjarlægð frá stjórnklefanum. Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum, Yuriy Sergeyev, segir Rússa, ásamt aðskilnaðarsinnum, bera ábyrgð á því að flugvél malasíska flugfélagsins hafi verið skotin niður í gær. Þeir hafi gefið aðskilnaðarsinnum háþróað loftvarnakerfi.298 manns voru um borð í vélinni, þar af þrjú ungabörn, og létust allir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sendi frá sér tilkynningu þar sem hann segir stjórnvöld í Kænugarði bera ábyrgðina, án þess þó að saka þá um að hafa skotið vélina niður. „Þessi harmleikur hefði ekki átt sér stað ef friði hefði verið komið á í Úkraínu og að herinn hefði ekki hafið árásir aftur í suðausturhluta landsins. Auðvitað ber ríkið ábyrgð á þessum harmleik þar sem hann á sér stað innan landamæra þess,“ sagði Pútín.Brak úr vélinni í Úkraínu.Vísir/AFPLeyniþjónusta Úkraínu birti í gærkvöldi upptöku tveggja símtala. Leyniþjónustan segist hafa hlerað símtölin. Í fyrra símtalinu er einn af foringjum aðskilnaðarsinna, Igor Bezler, sagður tala við meðlim rússnesku leyniþjónustunar. Þar segir hann að þeir hafi skotið niður flugvél. Í seinna símtalinu eru tveir aðskilnaðarsinnar sagðir ræða saman og annar þeirra mun vera innan um brak úr vélinni. Þeir segja aðskilnaðarsinna hafa skotið vélina niður.AP fréttaveitan segir þó að ekki hafi tekist að staðfesta að upptökurnar séu ósviknar. Rússneskir fjölmiðlar hafa eftir Sergey Kavtaradze, talsmanni aðskilnaðarsinna í Donetsk, að hljóðupptakan sé fölsuð. Hægt er að hlusta á upptökuna hér að neðan. Þá hefur Alexandar Borodai, einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna, sagt að viðræður ættu sér nú stað við yfirvöld í Kænugarði um vopnahlé. Það ætti að nota til að veita alþjóðlegum rannsakendum aðgang að svæðinu þar sem brak úr vélinni lenti. Brak vélarinnar dreifðist um stór svæði og er til dæmis kílómetri á milli fremsta hluta vélarinnar, stjórnklefans, og hreyflanna. Heimamenn segja stél vélarinnar vera í um tíu kílómetra fjarlægð frá stjórnklefanum.
Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58
Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55
Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30
Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35
Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent