Skorað á S.Þ. að stöðva þjóðarmorð á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2014 19:41 Utanríkisráðherra Palestínu skorar á Sameinuðu þjóðirnar að veita íbúum Gaza öryggi og vernd og stöðva það sem hann kallar þjóðarmorð Ísraelsmanna á Gaza. Tugþúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gazastrandarinnar eftir að ísraelsher boðaði hertar loftárásir og jafnvel landhernað á því svæði. Alþjóðasamfélagið hefur reynst algerlega ófært um að miðla málum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, hvað þá stöðva blóðsúthellingarnar á Gaza. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels þakkar Bandaríkjamönnum stuðninginn við þróun eldflaugavarna landsins, sem náð hafa að skjóta niður fjölda flauga sem hamasliðar hafa skotið á Ísrael. „Munurinn á okkur og palestínumönnum er sá að við notum eldflaugavarnarkerfi til að verja þegna okkar en þeir nota þegna sína til að verja eldflaugar sínar. Það er megin munurinn á okkur. Þeir verja þessar hryðjuverkaeldflaugar og reyna að drepa eins marga og þeir geta,“ segir Nethanyahu. Hins vegar hefur enginn Ísraelsmaður fallið frá því á þriðjudag, en 170 Palestínumenn, þar af tugir barna, hafa fallið í árásum Ísrelsmanna á sama tíma. Riad Al-Maliki Utanríkisráðherra Palestínu kom til fundar með leiðtogum Arababandalagsins í Kairó höfðborg Egyptalands í dag. „Við vonum að Sameinuðu þjóðirnar færist í átt til umræðna um kröfu Palestínumanna um að flýta viðbrögðum þeirra til öryggis og verndar varnarlausra Palestínumanna, sem verða fyrir þjóðarmorði, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu. Glæpir sem ekki eru einungis framdir af ísraelskum hermönnum, heldur þeim sem gefa þeim skipanir, hvort sem það eru stjórnmálamenn, embættismenn, þingmenn eða aðrir,“ segir Al-Maliki. Þúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gaza eftir að ísraelski herinn kastaði dreifimiðum úr flugvélum yfir svæðið í gær þar sem íbúum var sagt að forða sér þar sem herða ætti loftárásir á svæðið. Um fjórðungur bæjarbúa Beit Lahiya þar sem 70 þúsund manns búa, flúðu bæinn og leituðu margir skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna. „Hér er hvorki vatn á baðherbergjum né til drykkjar, utanaðkomandi fólk kemur hingað með vatn til okkar. Við yfirgáfum heimili okkar og allar okkar eigur og komum hingað þar sem ekkert bíður okkar. Aðstæður hér eru verri en þær sem skepnur njóta. Börnin okkar sofa á gólfinu,“ segir ónefnd palestínsk móðir sem getur ekki haldið aftur af tárum sínum. Gasa Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Utanríkisráðherra Palestínu skorar á Sameinuðu þjóðirnar að veita íbúum Gaza öryggi og vernd og stöðva það sem hann kallar þjóðarmorð Ísraelsmanna á Gaza. Tugþúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gazastrandarinnar eftir að ísraelsher boðaði hertar loftárásir og jafnvel landhernað á því svæði. Alþjóðasamfélagið hefur reynst algerlega ófært um að miðla málum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, hvað þá stöðva blóðsúthellingarnar á Gaza. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels þakkar Bandaríkjamönnum stuðninginn við þróun eldflaugavarna landsins, sem náð hafa að skjóta niður fjölda flauga sem hamasliðar hafa skotið á Ísrael. „Munurinn á okkur og palestínumönnum er sá að við notum eldflaugavarnarkerfi til að verja þegna okkar en þeir nota þegna sína til að verja eldflaugar sínar. Það er megin munurinn á okkur. Þeir verja þessar hryðjuverkaeldflaugar og reyna að drepa eins marga og þeir geta,“ segir Nethanyahu. Hins vegar hefur enginn Ísraelsmaður fallið frá því á þriðjudag, en 170 Palestínumenn, þar af tugir barna, hafa fallið í árásum Ísrelsmanna á sama tíma. Riad Al-Maliki Utanríkisráðherra Palestínu kom til fundar með leiðtogum Arababandalagsins í Kairó höfðborg Egyptalands í dag. „Við vonum að Sameinuðu þjóðirnar færist í átt til umræðna um kröfu Palestínumanna um að flýta viðbrögðum þeirra til öryggis og verndar varnarlausra Palestínumanna, sem verða fyrir þjóðarmorði, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu. Glæpir sem ekki eru einungis framdir af ísraelskum hermönnum, heldur þeim sem gefa þeim skipanir, hvort sem það eru stjórnmálamenn, embættismenn, þingmenn eða aðrir,“ segir Al-Maliki. Þúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gaza eftir að ísraelski herinn kastaði dreifimiðum úr flugvélum yfir svæðið í gær þar sem íbúum var sagt að forða sér þar sem herða ætti loftárásir á svæðið. Um fjórðungur bæjarbúa Beit Lahiya þar sem 70 þúsund manns búa, flúðu bæinn og leituðu margir skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna. „Hér er hvorki vatn á baðherbergjum né til drykkjar, utanaðkomandi fólk kemur hingað með vatn til okkar. Við yfirgáfum heimili okkar og allar okkar eigur og komum hingað þar sem ekkert bíður okkar. Aðstæður hér eru verri en þær sem skepnur njóta. Börnin okkar sofa á gólfinu,“ segir ónefnd palestínsk móðir sem getur ekki haldið aftur af tárum sínum.
Gasa Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira