Átján bornir til grafar á Gaza í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2014 23:19 Ísraelsmenn gerðu hörðustu loftárásir sínar á Gaza frá því átökin hófust á þriðjudag síðastliðna nótt. Sautján manns úr sömu fjölskyldunni féllu í einni árásinni. Palestínumenn með útlensk vegabréf reyna nú að komast burt frá Gaza. Jarðarfarir fallinna borgara hafa verið daglegt brauð á Gaza frá því Ísraelsmenn hófu sprengjuárásir sínar á þriðjudag. Í dag fór fram fjöldajarðarför þar sem 18 manns voru bornir til grafar. Nú hafa um eða yfir 160 manns fallið á svæðinu en Sameinuðu þjóðirnar segja um 80 prósent þeirra vera óbreytta borgara, þar af um 30 börn. Hundruð eldflauga hefur verið skotið á um eitt þúsund skotmörk á Gaza sem er á litlu stærra landsvæði en Reykjavík og þetta ástand hefur sín áhrif á börnin sem sjást grátandi á götum og torgum. Síðast liðna nótt lagði Ísraelsher áherslu á að sprengja upp höfuðstöðvar öryggissveitar Hamas og heimili háttsettra manna í hernaðararmi Hamas. Í einni árásinni féllu 17 manns úr einni og sömu fjölskyldunni. Erfitt getur reynst að komast til og frá Gaza en í dag komst fjöldi Palestínumanna með bandarísk vegabréf yfir landamærin. Diana Mushtaha, palestínukona með bandarískt vegabréf, segir að það versta við þetta ástand sé að hún sé í lífshættu á Gaza vegna 3,1 milljarða fjárhagsaðstoðar Bandaríkjamanna við Ísrael á hverju ári. Hún hafi árangurslaust reynt að ná sambandi við bandaríska konsúlatið í sex daga til að koma þeim skilaboðum áleiðis að Palestínumönnum sé gert daglegt líf ómögulegt. Hamasliðar halda áfram eldflaugaárásum sínum á Ísrael, en eldflaugar þeirra eru mun minni og ófullkomnari en nákvæmar og tölvustýrðar eldflaugar ísraelshers og sprengjur F-15 orrustuþotna. Í sumum tilvikum hringja Ísraelsmenn í fólk og vara það við að innan skamms verði hús þeirra sprengd í loft upp af mikilli nákvæmni. Lofvarnaflautur eru reglulega þandar í Tel Aviv og víðar í Ísrael sem truflar daglegt líf fólks sem leitar skjóls í loftvarnarbirgjum. Enginn hefur fallið í þessum árásum og Ísraelsmenn ná að skjóta margar flauganna niður, en þó slasaðist ungur maður alvarlega þegar hann fékk í sig sprengjubrot í dag. Bráðaliðinn Uri Shaham í Tel Aviv segir að 16 ára unglingspiltur hafi fengið spregjubrot í höfuðið og fótlegg og sé illa særður. Þá sé nokkrir aðrir minna særðir og margir þjáist af streitu vegna eldflaugaárása Hamas. Félagið Ísland Palestína boðar til mótmælafundar á Lækjartorgi klukkan fimm síðdegis á morgun. Gasa Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Ísraelsmenn gerðu hörðustu loftárásir sínar á Gaza frá því átökin hófust á þriðjudag síðastliðna nótt. Sautján manns úr sömu fjölskyldunni féllu í einni árásinni. Palestínumenn með útlensk vegabréf reyna nú að komast burt frá Gaza. Jarðarfarir fallinna borgara hafa verið daglegt brauð á Gaza frá því Ísraelsmenn hófu sprengjuárásir sínar á þriðjudag. Í dag fór fram fjöldajarðarför þar sem 18 manns voru bornir til grafar. Nú hafa um eða yfir 160 manns fallið á svæðinu en Sameinuðu þjóðirnar segja um 80 prósent þeirra vera óbreytta borgara, þar af um 30 börn. Hundruð eldflauga hefur verið skotið á um eitt þúsund skotmörk á Gaza sem er á litlu stærra landsvæði en Reykjavík og þetta ástand hefur sín áhrif á börnin sem sjást grátandi á götum og torgum. Síðast liðna nótt lagði Ísraelsher áherslu á að sprengja upp höfuðstöðvar öryggissveitar Hamas og heimili háttsettra manna í hernaðararmi Hamas. Í einni árásinni féllu 17 manns úr einni og sömu fjölskyldunni. Erfitt getur reynst að komast til og frá Gaza en í dag komst fjöldi Palestínumanna með bandarísk vegabréf yfir landamærin. Diana Mushtaha, palestínukona með bandarískt vegabréf, segir að það versta við þetta ástand sé að hún sé í lífshættu á Gaza vegna 3,1 milljarða fjárhagsaðstoðar Bandaríkjamanna við Ísrael á hverju ári. Hún hafi árangurslaust reynt að ná sambandi við bandaríska konsúlatið í sex daga til að koma þeim skilaboðum áleiðis að Palestínumönnum sé gert daglegt líf ómögulegt. Hamasliðar halda áfram eldflaugaárásum sínum á Ísrael, en eldflaugar þeirra eru mun minni og ófullkomnari en nákvæmar og tölvustýrðar eldflaugar ísraelshers og sprengjur F-15 orrustuþotna. Í sumum tilvikum hringja Ísraelsmenn í fólk og vara það við að innan skamms verði hús þeirra sprengd í loft upp af mikilli nákvæmni. Lofvarnaflautur eru reglulega þandar í Tel Aviv og víðar í Ísrael sem truflar daglegt líf fólks sem leitar skjóls í loftvarnarbirgjum. Enginn hefur fallið í þessum árásum og Ísraelsmenn ná að skjóta margar flauganna niður, en þó slasaðist ungur maður alvarlega þegar hann fékk í sig sprengjubrot í dag. Bráðaliðinn Uri Shaham í Tel Aviv segir að 16 ára unglingspiltur hafi fengið spregjubrot í höfuðið og fótlegg og sé illa særður. Þá sé nokkrir aðrir minna særðir og margir þjáist af streitu vegna eldflaugaárása Hamas. Félagið Ísland Palestína boðar til mótmælafundar á Lækjartorgi klukkan fimm síðdegis á morgun.
Gasa Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira