Myndin hefur vakið mikla athygli á Twitter þar sem fréttamaðurinn Allan Sørensen sagði Ísraelsmennina hafa tekið stóla með sér upp á hæð og klappa þegar heyrðist í sprengjum.
Á vef Mirror segir að myndin sé tekin á miðvikudagskvöld í bænum Sderot, um hálfum öðrum kílómetra frá Gasaströndinni, en bærinn hefur lengi þurft að þola eldflaugaárásir af hálfu herskárra Hamas-liða.
Ísraelsher hélt loftárásum sínum á Gaza-borg áfram í nótt. Loftárásirnar voru þær mestu frá upphafi átaka Ísraelshers og Hamas-liða á þriðjudag. Um fjörtíu manns féllu í loftárásunum í gærkvöld og í nótt. 159 Palestínumenn hið minnsta hafa látist í þessari hrinu árása Ísraelsmanna.
Sderot cinema. Israelis bringing chairs 2 hilltop in sderot 2 watch latest from Gaza. Clapping when blasts are heard. pic.twitter.com/WYZquV62O7
— Allan Sørensen (@allansorensen72) July 9, 2014