Meistarar San Antonio Spurs tilkynnti í gær að félagið væri búið að gera nýjan samning við þjálfara félagsins, Gregg Popovich.
Samningurinn er til nokkurra ára að sögn Spurs en ekki var tiltekið hversu langur samningurinn væri né hversu mikið þjálfarinn fengi greitt á samningstímabilinu.
Hinn 65 ára gamli Popovich hefur gert Spurs fimm sinnum að NBA-meisturum síðan hann tók við liðinu árið 1996.
Titillinn í ár var sá fyrsti frá árinu 2007 en Spurs pakkaði Miami Heat saman, 4-1, í úrslitaeinvíginu.
Spurs mætir til leiks á næstu leiktíð með hörkulið enda hefur Tim Duncan ákveðið að spila áfram og svo er Boris Diaw búinn að framlengja. Spurs verður því aftur líklegt til afreka.
Popovich framlengdi við Spurs

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti



Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn
