Bryant vill fá Byron Scott, fyrrum leikmann félagsins, til þess að taka við liðinu. Hann segist eiga í nánu og góðu sambandi við Scott.
Scott hefur þjálfað New Jersey Nets, New Orleans Hornets og Cleveland Cavaliers. Hann hefur unnið 416 leiki á ferlinum en tapað 521. Fjórum sinnum hafa hans lið komist í úrslitakeppnina á þrettán ára ferli.
Hann var síðast við stjórnvölinn hjá Cleveland leiktíðina 2012-13. Lakers er eina liðið í NBA sem er enn án þjálfara.
