Tónlist

Nýtt myndband frá Sister Sister

Lof mér að vera er íslenska þýðingin á, Let me be nýjasta lagi hljómsveitarinnar Sister Sister. Lagið fjallar um frelsi til að vera þú sjálf(ur), burt séð frá því hvað aðrir segja.

Let me be er samið í öðrum stíl en fyrri lög Sister Sister en hljómsveitin er að færa sig meira yfir í þennan nýja stíl. Lagið og textann samdi Helga Margrét Clarke en útfærsla lagsins varð til í samstarfi við Stúdíó Hljóm og Kristófer Nökkva trommara, en samstarf þessara aðila færði lagið í nýjan búning.

Myndbandið, sem er glænýtt, framleiddi og leikstýrði Annetta Ragnarsdóttir kvikmyndagerðarkona en hún er jafnframt umboðskona Sister Sister og er þetta þriðja myndbandið sem hún gerir fyrir hljómsveitina.

Myndbandið er í takt við innihald lagsins og ástríðu okkar fyrir fjölbreytileika innan þjóðfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×