Ísraelar hnýta í Brasilíumenn vegna 7-1 Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2014 12:05 Brasilíumenn voru í öngum sínum eftir 7-1 tap sinna mann gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM fyrr í mánuðinum. Vísir/AP Talsmenn ísraelskra yfirvalda hafa kallað Brasilíu „diplómatískan dverg“ og hnýtt í landið vegna 7-1 taps þeirra gegn Þjóðverjum á HM fyrr í mánuðinum. Er þetta gert eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv. Í frétt Washington Post segir að talsmaður brasilískra yfirvalda hafi sagt viðbrögð Ísraelshers á Gaza ekki hafa verið í hlutfalli við tilefnið. Brasilía er annað landið sem kallar sendiherra sinn heim frá Ísrael vegna ástandsins á Gaza, en Ekvadór gerði slíkt hið sama í síðustu viku. Yigal Palmor, talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans, sagði málið óheppilegan vitnisburð þess að Brasilía, þessi efnahagslegi og menningarlegi risi, „væri enn diplómatískur dvergur. Þessi siðferðislega afstæðishyggja sem liggur að baki þessari ákvörðun gerir Brasilíu að diplómatískum samstarfsaðila okkur óviðkomandi, þar sem hann skapar vandamál í stað þess að stuðla að lausnum.“ Palmor sagði viðbrögð Ísraelsmanna á Gaza vera í fullkomlega réttu hlutfalli við alþjóðalög. „Þetta er ekki fótbolti. Þegar leik lýkur með jafntefli í fótbolta, má líta á hluti vera í réttum hlutföllum, en þegar leiknum lýkur 7-1 er ekki svo. Mér þykir leitt að segja það en svo er ekki í raunveruleikanum og í alþjóðalögum.“ Luiz Alberto Figueiredo, utanríkisráðherra Brasilíu, svaraði þessu með því að segja Brasilíu vera eitt af ellefu ríkjum heims sem ættu í stjórnmálasambandi við öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þá státi landið af sögu friðar og hafi talað fyrir friðaraðgerðum víðs vegar um heim. „Ef til eru diplómatískir dvergar þá er Brasilía ekki einn þeirra.“ Í grein Washington Post segir að brasilísk yfirvöld hafi ekki brugðist sérstaklega við athugasemdinni um 7-1 tap Braslíumanna. Gasa Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Talsmenn ísraelskra yfirvalda hafa kallað Brasilíu „diplómatískan dverg“ og hnýtt í landið vegna 7-1 taps þeirra gegn Þjóðverjum á HM fyrr í mánuðinum. Er þetta gert eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv. Í frétt Washington Post segir að talsmaður brasilískra yfirvalda hafi sagt viðbrögð Ísraelshers á Gaza ekki hafa verið í hlutfalli við tilefnið. Brasilía er annað landið sem kallar sendiherra sinn heim frá Ísrael vegna ástandsins á Gaza, en Ekvadór gerði slíkt hið sama í síðustu viku. Yigal Palmor, talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans, sagði málið óheppilegan vitnisburð þess að Brasilía, þessi efnahagslegi og menningarlegi risi, „væri enn diplómatískur dvergur. Þessi siðferðislega afstæðishyggja sem liggur að baki þessari ákvörðun gerir Brasilíu að diplómatískum samstarfsaðila okkur óviðkomandi, þar sem hann skapar vandamál í stað þess að stuðla að lausnum.“ Palmor sagði viðbrögð Ísraelsmanna á Gaza vera í fullkomlega réttu hlutfalli við alþjóðalög. „Þetta er ekki fótbolti. Þegar leik lýkur með jafntefli í fótbolta, má líta á hluti vera í réttum hlutföllum, en þegar leiknum lýkur 7-1 er ekki svo. Mér þykir leitt að segja það en svo er ekki í raunveruleikanum og í alþjóðalögum.“ Luiz Alberto Figueiredo, utanríkisráðherra Brasilíu, svaraði þessu með því að segja Brasilíu vera eitt af ellefu ríkjum heims sem ættu í stjórnmálasambandi við öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þá státi landið af sögu friðar og hafi talað fyrir friðaraðgerðum víðs vegar um heim. „Ef til eru diplómatískir dvergar þá er Brasilía ekki einn þeirra.“ Í grein Washington Post segir að brasilísk yfirvöld hafi ekki brugðist sérstaklega við athugasemdinni um 7-1 tap Braslíumanna.
Gasa Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira