Tónlist

Ætlar að koma fólki í vímu með tónlistinni

Árni Grétar
Árni Grétar Fréttablaðið/Daníel
„Ég ætla að koma ykkur í vímu með tónlistinni minni,“ segir tónlistarmaðurinn Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher, en hann hóf nýverið söfnun á Karolina Fund til þess að gefa út næstu plötu sína, Skynveru.

„Ég kemst af með hjálp vina minna," sagði trommarinn Ringo Starr og ég vona að þau orð rætist í mínu tilfelli," segir Árni, léttur í bragði og vísar þar í lagatexta úr þekktu lagi Bítlanna With a Little Help from my Friends.

Næsta plata Árna heitir sem fyrr segir Skynvera, og er þegar í bígerð.

„Ég þarf ykkar hjálp til þess að koma plötunni út og í eyru ykkar. Verðlaunin eru ást og kærleikur og faðmlög.“

Öll tónlist er eftir Árna Grétar og nær allt aftur til 2012, þegar hann hætti neyslu og varð edrú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×