Porsche hættir framleiðslu grunngerðar Cayenne Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2014 13:38 Porsche Cayenne. Þegar 2015 árgerðin af Porsche Cayenne kemur á markað verður þar ekki lengur að finna ódýrustu gerð hans í dag með minnstu 300 hestafla bensínvélinni. Ódýrast gerð Cayenne verður þá dísilútgáfa hans og mun verð þess bíls verða 62.695 dollarar í Bandaríkjunum. Fjöldi gerða Cayenne af 2015 árgerðinni verða fjórar, Cayenne Diesel, Cayenne S, Cayenne S E-Hybrid og Cayenne Turbo. Það ber til tíðinda með Cayenne S bílinn að hann fær 6 strokka vél með tveimur forþjöppum í stað 8 strokka vélarinnar sem er í bílnum í dag, en samt mun hestaflatalan hækka úr 400 í 420 hestöfl. Cayenne S E-Hybrid verður 416 hestöfl og koma 95 þeirra frá rafmótorum en restin frá 3,0 lítra bensínvél með keflablásara. Sá bíll verður aðeins 5,4 sekúndur í hundraðið og aka má bílnum á allt að 125 km ferð eingöngu á rafmagninu. Það er ef til vill ekki skrítið að Porsche muni hætta framleiðslu á ódýrustu gerð Cayenne en afar litlu munar á verði hans og ódýrustu gerðar Macan jepplingsins og vill Porsche greina með sterklegri hætti milli þessara misstóru bíla. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent
Þegar 2015 árgerðin af Porsche Cayenne kemur á markað verður þar ekki lengur að finna ódýrustu gerð hans í dag með minnstu 300 hestafla bensínvélinni. Ódýrast gerð Cayenne verður þá dísilútgáfa hans og mun verð þess bíls verða 62.695 dollarar í Bandaríkjunum. Fjöldi gerða Cayenne af 2015 árgerðinni verða fjórar, Cayenne Diesel, Cayenne S, Cayenne S E-Hybrid og Cayenne Turbo. Það ber til tíðinda með Cayenne S bílinn að hann fær 6 strokka vél með tveimur forþjöppum í stað 8 strokka vélarinnar sem er í bílnum í dag, en samt mun hestaflatalan hækka úr 400 í 420 hestöfl. Cayenne S E-Hybrid verður 416 hestöfl og koma 95 þeirra frá rafmótorum en restin frá 3,0 lítra bensínvél með keflablásara. Sá bíll verður aðeins 5,4 sekúndur í hundraðið og aka má bílnum á allt að 125 km ferð eingöngu á rafmagninu. Það er ef til vill ekki skrítið að Porsche muni hætta framleiðslu á ódýrustu gerð Cayenne en afar litlu munar á verði hans og ódýrustu gerðar Macan jepplingsins og vill Porsche greina með sterklegri hætti milli þessara misstóru bíla.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent