Íslendingur vitni að skotárás á Vesturbakkanum Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2014 20:00 Íslendingur á Vesturbakkanum segir að það hafi verið skelfilegt að upplifa þegar skotið var á göngu Palestínumanna við landamærin að Jerúsalem á fimmtudag. Tilraunir til vopnahlés á Gaza hafa farið út um þúfur síðasta sólahringinn og hafa minnst tíu manns fallið þar í dag. Oddur Sigurjónsson hefur verið á Vesturbakkanum í um viku og segir fremur rólegt þar. Hann tók hins vegar þátt í árlegri göngu Palestínumanna frá Ramalla til Jerúsalem á fimmtudag. Palestínumönnum sé ekki hleypt í gegnum landamærastöð inn í Jerúsalem og yfirleitt beiti lögregla táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum reyni fólk að nálgast landamærastöðina. „En þarna var farið strax í að skjóta með alvöru byssuskotum. Það var mjög ógnvekjandi tilfinning að vera þarna. Ég held að minnst hundrað eða 150 manns hafi særst. Það er enn óljóst hvað margir létust, einn, tveir eða fjórir. Maður hefur heyrt þessar tölur,“ segir Oddur. Hann segir að þessi ganga hafi ekki verið eins fjölmenn í mörg ár. „Það var svo mikil ringulreið þarna. Það kom sjúkrabíll eftir sjúkrabíl og fólk hlaupandi um með særða,“ segir Oddur. Ísraelsmenn segjast hafa fundið og náð að aftengja sprengju í bíl sem stöðvaður var við Beitar landamærastöðina á Vestubakkanum í dag. Ísraelsher sendi einnig frá sér myndband í dag sem á að sýna eldflaug skotið frá skólabyggingu á Gaza í gær. Þá hafi ísraelskir hermenn fundið vopn og sprengjur inni á heimilum fólks á Gaza. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir friðartillögur Egypta vera einu lausnina. „Það kallar á, í sjálfu sér, að afvopna Gaza. Það þýðir að við verðum að afvopna Gaza, gera upptæk þau vopn sem Hamas hefur komið fyrir á svæðinu, eldflaugar og eyðileggja göng sem hamasliðar hafa grafið. Við getum ekki liðið að þeir endurnýi vopnabirgðir sínar því þá verðum við föst í sama ástandinu í fimm til sex mánuði í viðbót,“ segir Netanyahu. Stríðandi fylkingar hafa tvívegis lýst yfir vopnahléi, fyrst Ísraelsmenn þegar þeir lýstu yfir tólf tíma vopnahléi í gær og svo Palestínumenn sem lýstu yfir sólahrings vopnahléi í dag. Þau hafa hins vegar ekki haldið og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið á Gaza í dag. Tala fallina þar er komin í eitt þúsund og sextíu frá því átökin hófust fyrir tuttugu dögum og 43 ísraelskir hermenn hafa fallið og þrír óbreyttir borgarar í Ísrael. Gasa Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Íslendingur á Vesturbakkanum segir að það hafi verið skelfilegt að upplifa þegar skotið var á göngu Palestínumanna við landamærin að Jerúsalem á fimmtudag. Tilraunir til vopnahlés á Gaza hafa farið út um þúfur síðasta sólahringinn og hafa minnst tíu manns fallið þar í dag. Oddur Sigurjónsson hefur verið á Vesturbakkanum í um viku og segir fremur rólegt þar. Hann tók hins vegar þátt í árlegri göngu Palestínumanna frá Ramalla til Jerúsalem á fimmtudag. Palestínumönnum sé ekki hleypt í gegnum landamærastöð inn í Jerúsalem og yfirleitt beiti lögregla táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum reyni fólk að nálgast landamærastöðina. „En þarna var farið strax í að skjóta með alvöru byssuskotum. Það var mjög ógnvekjandi tilfinning að vera þarna. Ég held að minnst hundrað eða 150 manns hafi særst. Það er enn óljóst hvað margir létust, einn, tveir eða fjórir. Maður hefur heyrt þessar tölur,“ segir Oddur. Hann segir að þessi ganga hafi ekki verið eins fjölmenn í mörg ár. „Það var svo mikil ringulreið þarna. Það kom sjúkrabíll eftir sjúkrabíl og fólk hlaupandi um með særða,“ segir Oddur. Ísraelsmenn segjast hafa fundið og náð að aftengja sprengju í bíl sem stöðvaður var við Beitar landamærastöðina á Vestubakkanum í dag. Ísraelsher sendi einnig frá sér myndband í dag sem á að sýna eldflaug skotið frá skólabyggingu á Gaza í gær. Þá hafi ísraelskir hermenn fundið vopn og sprengjur inni á heimilum fólks á Gaza. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir friðartillögur Egypta vera einu lausnina. „Það kallar á, í sjálfu sér, að afvopna Gaza. Það þýðir að við verðum að afvopna Gaza, gera upptæk þau vopn sem Hamas hefur komið fyrir á svæðinu, eldflaugar og eyðileggja göng sem hamasliðar hafa grafið. Við getum ekki liðið að þeir endurnýi vopnabirgðir sínar því þá verðum við föst í sama ástandinu í fimm til sex mánuði í viðbót,“ segir Netanyahu. Stríðandi fylkingar hafa tvívegis lýst yfir vopnahléi, fyrst Ísraelsmenn þegar þeir lýstu yfir tólf tíma vopnahléi í gær og svo Palestínumenn sem lýstu yfir sólahrings vopnahléi í dag. Þau hafa hins vegar ekki haldið og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið á Gaza í dag. Tala fallina þar er komin í eitt þúsund og sextíu frá því átökin hófust fyrir tuttugu dögum og 43 ísraelskir hermenn hafa fallið og þrír óbreyttir borgarar í Ísrael.
Gasa Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira