Íslendingur vitni að skotárás á Vesturbakkanum Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2014 20:00 Íslendingur á Vesturbakkanum segir að það hafi verið skelfilegt að upplifa þegar skotið var á göngu Palestínumanna við landamærin að Jerúsalem á fimmtudag. Tilraunir til vopnahlés á Gaza hafa farið út um þúfur síðasta sólahringinn og hafa minnst tíu manns fallið þar í dag. Oddur Sigurjónsson hefur verið á Vesturbakkanum í um viku og segir fremur rólegt þar. Hann tók hins vegar þátt í árlegri göngu Palestínumanna frá Ramalla til Jerúsalem á fimmtudag. Palestínumönnum sé ekki hleypt í gegnum landamærastöð inn í Jerúsalem og yfirleitt beiti lögregla táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum reyni fólk að nálgast landamærastöðina. „En þarna var farið strax í að skjóta með alvöru byssuskotum. Það var mjög ógnvekjandi tilfinning að vera þarna. Ég held að minnst hundrað eða 150 manns hafi særst. Það er enn óljóst hvað margir létust, einn, tveir eða fjórir. Maður hefur heyrt þessar tölur,“ segir Oddur. Hann segir að þessi ganga hafi ekki verið eins fjölmenn í mörg ár. „Það var svo mikil ringulreið þarna. Það kom sjúkrabíll eftir sjúkrabíl og fólk hlaupandi um með særða,“ segir Oddur. Ísraelsmenn segjast hafa fundið og náð að aftengja sprengju í bíl sem stöðvaður var við Beitar landamærastöðina á Vestubakkanum í dag. Ísraelsher sendi einnig frá sér myndband í dag sem á að sýna eldflaug skotið frá skólabyggingu á Gaza í gær. Þá hafi ísraelskir hermenn fundið vopn og sprengjur inni á heimilum fólks á Gaza. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir friðartillögur Egypta vera einu lausnina. „Það kallar á, í sjálfu sér, að afvopna Gaza. Það þýðir að við verðum að afvopna Gaza, gera upptæk þau vopn sem Hamas hefur komið fyrir á svæðinu, eldflaugar og eyðileggja göng sem hamasliðar hafa grafið. Við getum ekki liðið að þeir endurnýi vopnabirgðir sínar því þá verðum við föst í sama ástandinu í fimm til sex mánuði í viðbót,“ segir Netanyahu. Stríðandi fylkingar hafa tvívegis lýst yfir vopnahléi, fyrst Ísraelsmenn þegar þeir lýstu yfir tólf tíma vopnahléi í gær og svo Palestínumenn sem lýstu yfir sólahrings vopnahléi í dag. Þau hafa hins vegar ekki haldið og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið á Gaza í dag. Tala fallina þar er komin í eitt þúsund og sextíu frá því átökin hófust fyrir tuttugu dögum og 43 ísraelskir hermenn hafa fallið og þrír óbreyttir borgarar í Ísrael. Gasa Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Íslendingur á Vesturbakkanum segir að það hafi verið skelfilegt að upplifa þegar skotið var á göngu Palestínumanna við landamærin að Jerúsalem á fimmtudag. Tilraunir til vopnahlés á Gaza hafa farið út um þúfur síðasta sólahringinn og hafa minnst tíu manns fallið þar í dag. Oddur Sigurjónsson hefur verið á Vesturbakkanum í um viku og segir fremur rólegt þar. Hann tók hins vegar þátt í árlegri göngu Palestínumanna frá Ramalla til Jerúsalem á fimmtudag. Palestínumönnum sé ekki hleypt í gegnum landamærastöð inn í Jerúsalem og yfirleitt beiti lögregla táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum reyni fólk að nálgast landamærastöðina. „En þarna var farið strax í að skjóta með alvöru byssuskotum. Það var mjög ógnvekjandi tilfinning að vera þarna. Ég held að minnst hundrað eða 150 manns hafi særst. Það er enn óljóst hvað margir létust, einn, tveir eða fjórir. Maður hefur heyrt þessar tölur,“ segir Oddur. Hann segir að þessi ganga hafi ekki verið eins fjölmenn í mörg ár. „Það var svo mikil ringulreið þarna. Það kom sjúkrabíll eftir sjúkrabíl og fólk hlaupandi um með særða,“ segir Oddur. Ísraelsmenn segjast hafa fundið og náð að aftengja sprengju í bíl sem stöðvaður var við Beitar landamærastöðina á Vestubakkanum í dag. Ísraelsher sendi einnig frá sér myndband í dag sem á að sýna eldflaug skotið frá skólabyggingu á Gaza í gær. Þá hafi ísraelskir hermenn fundið vopn og sprengjur inni á heimilum fólks á Gaza. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir friðartillögur Egypta vera einu lausnina. „Það kallar á, í sjálfu sér, að afvopna Gaza. Það þýðir að við verðum að afvopna Gaza, gera upptæk þau vopn sem Hamas hefur komið fyrir á svæðinu, eldflaugar og eyðileggja göng sem hamasliðar hafa grafið. Við getum ekki liðið að þeir endurnýi vopnabirgðir sínar því þá verðum við föst í sama ástandinu í fimm til sex mánuði í viðbót,“ segir Netanyahu. Stríðandi fylkingar hafa tvívegis lýst yfir vopnahléi, fyrst Ísraelsmenn þegar þeir lýstu yfir tólf tíma vopnahléi í gær og svo Palestínumenn sem lýstu yfir sólahrings vopnahléi í dag. Þau hafa hins vegar ekki haldið og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið á Gaza í dag. Tala fallina þar er komin í eitt þúsund og sextíu frá því átökin hófust fyrir tuttugu dögum og 43 ísraelskir hermenn hafa fallið og þrír óbreyttir borgarar í Ísrael.
Gasa Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira