Þrátt fyrir að tuttugu og fjögurra klukkustunda vopnahléi hefði verið lýst yfir á Gasasvæðinu í dag þá halda átökin áfram. Tugum eldflauga og sprengja er varpað á báða bóga, fáeinum klukkustundum eftir að vopnahléi var lýst yfir. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að Ísrael myndi gera hvaðeina til þess að verja fólk sitt en hann telur Hamas-liða hafa brotið skilmála tólf klukkustunda vopnahlésins í gær.
Ísraelsher tilkynnti í morgun að hernaðaraðgerðir á Gasa myndu hefjast á ný eftir að viðræður um vopnahlé runnu út í sandinn. Skömmu síðar samþykktu Hamas-liðar beiðni Sameinuðu þjóðanna um sólarhrings vopnahlé.
Í frétt New York Times kemur fram að sumir ísraelskir stjórnmálamenn vilji auka hörkuna í árásum hersins, gegn Hamas og öðrum samtökum sem þeir telja að ógni Ísraelsríki.
Vel yfir þúsund hafa fallið síðan átök hófust fyrir tæpum þremur vikum og á sjötta þúsund særst.
Átök halda áfram þrátt fyrir vopnahlé
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
