Framkvæmdarstjóri og þjálfari Juventus eru ekki hræddir um að missa miðjumanninn öfluga, Arturo Vidal, frá félaginu.
Vidal hefur verið orðaður við hvert stórliðið á fætur öðru í sumar, en hann fór á kostum í liði Juventus síðasta vetur.
„Arturo skrifaði undir nýjan samning á síðasta tímabili því það var áhugi beggja aðila að halda áfram samstarfinu," sagði Gisueppe Marotta, framkvæmdarstjóri Juventus.
„Ég get staðfest það að Vidal er ánægður hér hjá okkur. Enginn getur dregið í efa gæði leikmannsins eða hversu mikið hann hefur gefið til klúbbsins."
Massimo Allegri, nýráðinn stjóri Juventus, bætti svo við að hann væri ekki hræddur um að missa miðjumanninn knáa.
„Vidal? Ég hef ekki áhyggjur að missa hann," sagði Allegri.
Allegri: Óttast ekki að missa Vidal
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti


Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn