Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2014 18:26 Hér má sjá flugleið vélarinnar MH4 MYND/FLIGHTRADAR Eftir að lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var lokað í kjölfar árásarinnar á MH17 síðastliðinn fimmtudag hafa flugfélög sem flogið hafa yfir austurhluta landsins þurft að breyta flugleiðum sínum. Malaysia Airlines er þar engin undantekning og flugvél félagsins sem var á leið frá Kúala Lúmpúr til Lundúna í gær því beint þess í stað yfir Sýrland. Vefsíðan Flightradar24, sem heldur utan um flugumferð í heiminum, birti mynd af flugleið vélar Malaysia Airlines á Twitter-síðu sinni í morgun. Þar má greinilega sjá hvernig vélin MH4 flýgur yfir landið en þar hefur ríkt hatrömm borgarstyrjöld frá fyrri hluta árs 2011 milli stuðningsmanna Bashar al-Assad forseta og uppreisnarmanna. Þrátt fyrir að ekki sé bannað að fljúga yfir Sýrland hafa flugmálayfirvöld víðsvegar um heiminn mælt „sterklega gegn því,“ meðal annars þau bandarísku í maí 2013. Breytingin á flugleið MH4 endurspeglar þann vanda sem mörg flugfélög sem fljúga milli Asíu og Evrópu standa frammi fyrir eftir að lofthelgi Úkraínu var lokað því erfitt getur reynst að sneiða hjá átakasvæðunum í Austurlöndum nær. Hundruðir flugvéla fóru yfir austurhluta Úkraínu á degi hverjum en samkvæmt Evrópusamtökum flugmanna var flugleiðin ein sú fjölfarnasta í heiminum. Nú þurfa þessar vélar að halda annað, til að mynda í gegnum sýrlenska og afganska lofthelgi.Malaysia Airlines flight MH4 (Airbus A380) flew over Syria yesterday http://t.co/MpWz4dKljl pic.twitter.com/nH8fGeIAlw— Flightradar24 (@flightradar24) July 21, 2014 MH17 Tengdar fréttir Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Myndskeið fangar síðustu andartökin um borð í MH17 Farþegi á leið til Malasíu birti myndskeið á netinu stuttu áður en flugvélin var skotin niður. 18. júlí 2014 15:30 Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58 Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Flugi Malaysia Airlines grandað: Samkeppnisaðili biðst afsökunar á ummælum sínum Örfáum klukkustundum eftir að MH17 var grandað skrifaði Singapore Airlines flugfélagið á Facebook og Twitter-síður sínar að flugvélar þessi flygju ekki í úkraínskri lofthelgi. 20. júlí 2014 23:42 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Eftir að lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var lokað í kjölfar árásarinnar á MH17 síðastliðinn fimmtudag hafa flugfélög sem flogið hafa yfir austurhluta landsins þurft að breyta flugleiðum sínum. Malaysia Airlines er þar engin undantekning og flugvél félagsins sem var á leið frá Kúala Lúmpúr til Lundúna í gær því beint þess í stað yfir Sýrland. Vefsíðan Flightradar24, sem heldur utan um flugumferð í heiminum, birti mynd af flugleið vélar Malaysia Airlines á Twitter-síðu sinni í morgun. Þar má greinilega sjá hvernig vélin MH4 flýgur yfir landið en þar hefur ríkt hatrömm borgarstyrjöld frá fyrri hluta árs 2011 milli stuðningsmanna Bashar al-Assad forseta og uppreisnarmanna. Þrátt fyrir að ekki sé bannað að fljúga yfir Sýrland hafa flugmálayfirvöld víðsvegar um heiminn mælt „sterklega gegn því,“ meðal annars þau bandarísku í maí 2013. Breytingin á flugleið MH4 endurspeglar þann vanda sem mörg flugfélög sem fljúga milli Asíu og Evrópu standa frammi fyrir eftir að lofthelgi Úkraínu var lokað því erfitt getur reynst að sneiða hjá átakasvæðunum í Austurlöndum nær. Hundruðir flugvéla fóru yfir austurhluta Úkraínu á degi hverjum en samkvæmt Evrópusamtökum flugmanna var flugleiðin ein sú fjölfarnasta í heiminum. Nú þurfa þessar vélar að halda annað, til að mynda í gegnum sýrlenska og afganska lofthelgi.Malaysia Airlines flight MH4 (Airbus A380) flew over Syria yesterday http://t.co/MpWz4dKljl pic.twitter.com/nH8fGeIAlw— Flightradar24 (@flightradar24) July 21, 2014
MH17 Tengdar fréttir Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Myndskeið fangar síðustu andartökin um borð í MH17 Farþegi á leið til Malasíu birti myndskeið á netinu stuttu áður en flugvélin var skotin niður. 18. júlí 2014 15:30 Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58 Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Flugi Malaysia Airlines grandað: Samkeppnisaðili biðst afsökunar á ummælum sínum Örfáum klukkustundum eftir að MH17 var grandað skrifaði Singapore Airlines flugfélagið á Facebook og Twitter-síður sínar að flugvélar þessi flygju ekki í úkraínskri lofthelgi. 20. júlí 2014 23:42 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55
Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00
Myndskeið fangar síðustu andartökin um borð í MH17 Farþegi á leið til Malasíu birti myndskeið á netinu stuttu áður en flugvélin var skotin niður. 18. júlí 2014 15:30
Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58
Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09
Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12
Flugi Malaysia Airlines grandað: Samkeppnisaðili biðst afsökunar á ummælum sínum Örfáum klukkustundum eftir að MH17 var grandað skrifaði Singapore Airlines flugfélagið á Facebook og Twitter-síður sínar að flugvélar þessi flygju ekki í úkraínskri lofthelgi. 20. júlí 2014 23:42
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26