Líkamsleifar geymdar í kældum lestarvögnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2014 19:30 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Evrópusambandið reiðbúið til hertari refsiaðgerða gagnvart Rússum láti þeir ekki af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Fyrstu hollensku rannsóknarmennirnir komu að braki Malaysian flugvélarinnar í dag. Erlendir rannsakendur hafa átt erfitt með að komast að braki Malaysian flugvélarinnar vegna stríðsástandsins í Donetsk héraði og aðgerða uppreisnarmanna sem hindrað hafa aðgang þeirra. Svo grátbroslega vill til að rannsóknarnefnd flugslysa í Úkraínu er sameiginleg með Rússum og nokkrum öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna. En rannsakendur frá heimalandi flugvélarinnar, Malasíu, sem og framleiðenda þotunnar, Bandaríkjunum og hreyfla hennar sem eru breskir eiga einnig rétt á að vera hluti af rannsókninni. Í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu, án þess að opinberir rannsakendur hafi komist að brakinu. Það er mjög mikilvægt að rannsakendur kommist sem fyrst á vettvanginn því það er töluvert að hverfulum sönnunargögnum sem nauðsynlegt er að komast yfir sem fyrst,“ segir Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Til að mynda þurfi að meta magn eldsneytis sem gufi upp með tímanum og sökkvi í jarðveg.Þá séu margir þættir sem ekki sé hægt að útiloka nema á fyrstu klukkustundunum. David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur rætt við aðra leiðtoga Evrópusambandsins og segir sambandið reiðubúið til frekari refsiaðgerða gegn Rússum. „Heimurinn fylgist með Rússlandi og horfir til Putins og allir vilja vita hvort hann sé að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá aðskilnaðarsinna til að opna vettvanginn þannig að viðeigandi rannsókn geti farið framþ En umheimurinn vill líka sjá alvöru breytingar á afstöðu Rússa til krísunnar í Úkraínu,“ segir Cameron. Úkraínumenn hafa boðið Hollendingum að taka yfir skipulagningu og stjórn á rannsókn málsins. Forseti Úkraínu heimsótti hollenska sendiráðið í Kænugarði í dag, en 189 af 298 manns um borð voru frá Hollandi. „Ég sendi forsetaflugvélina með alþjóðlega sérfræðinga á svæðið þar sem hörmungarnar gerðust og sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Ég krossa fingnurna og vona að okkur takist á næstu 24 klukkustundum að tryggja aðgang fulltrúa allra þeirra ríkja sem urðu fyrir mesta mannfallinu í þessum harmleik komist á staðinn,“ segir Petro Poroshenko forseti Úkraínu. Eftirlitsmenn Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu ásamt nokkrum fulltrúum rannsóknarnefndar frá Hollandi skoðuðu kælda lestarvagna í dag, þar sem uppreisnarmenn hafa komið líkamsleifum farþeganna fyrir og sögðu geymsluaðstæður viðunandi. Forseti Úkraínu hefur lýst yfir vopnahléi í 40 kílómetra radíus í kring um brakið og uppreisnarmenn virðast nú samvinnufúsari. „Í dag komust þrír hollenskir sérfræðingar loksins til okkar. Þar er um að ræða sérfræðinga í flugmálum. Þeir hafa nú þegar ásamt fulltrúm ÖSE tekið til starfa á vettvangi. Við bíðum hins vegar enn komu tólf sérfræðinga frá Malaysian flugfélaginu,“ sagði Aleksander Borodaiincue,“ forsætisráðherra í Donetsk sem hefur einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu. Það getur spillt rannsókn á málinu að bæði líkamsleifar, brak og farangur hafa verið færð úr stað. „Það getur vissulega haft áhrif á það já. Það getur spillt fyrir ef menn komast ekki í sönnunargögn eins og þau voru þegar „flugslysið“ átti sér stað,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. MH17 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Evrópusambandið reiðbúið til hertari refsiaðgerða gagnvart Rússum láti þeir ekki af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Fyrstu hollensku rannsóknarmennirnir komu að braki Malaysian flugvélarinnar í dag. Erlendir rannsakendur hafa átt erfitt með að komast að braki Malaysian flugvélarinnar vegna stríðsástandsins í Donetsk héraði og aðgerða uppreisnarmanna sem hindrað hafa aðgang þeirra. Svo grátbroslega vill til að rannsóknarnefnd flugslysa í Úkraínu er sameiginleg með Rússum og nokkrum öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna. En rannsakendur frá heimalandi flugvélarinnar, Malasíu, sem og framleiðenda þotunnar, Bandaríkjunum og hreyfla hennar sem eru breskir eiga einnig rétt á að vera hluti af rannsókninni. Í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu, án þess að opinberir rannsakendur hafi komist að brakinu. Það er mjög mikilvægt að rannsakendur kommist sem fyrst á vettvanginn því það er töluvert að hverfulum sönnunargögnum sem nauðsynlegt er að komast yfir sem fyrst,“ segir Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Til að mynda þurfi að meta magn eldsneytis sem gufi upp með tímanum og sökkvi í jarðveg.Þá séu margir þættir sem ekki sé hægt að útiloka nema á fyrstu klukkustundunum. David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur rætt við aðra leiðtoga Evrópusambandsins og segir sambandið reiðubúið til frekari refsiaðgerða gegn Rússum. „Heimurinn fylgist með Rússlandi og horfir til Putins og allir vilja vita hvort hann sé að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá aðskilnaðarsinna til að opna vettvanginn þannig að viðeigandi rannsókn geti farið framþ En umheimurinn vill líka sjá alvöru breytingar á afstöðu Rússa til krísunnar í Úkraínu,“ segir Cameron. Úkraínumenn hafa boðið Hollendingum að taka yfir skipulagningu og stjórn á rannsókn málsins. Forseti Úkraínu heimsótti hollenska sendiráðið í Kænugarði í dag, en 189 af 298 manns um borð voru frá Hollandi. „Ég sendi forsetaflugvélina með alþjóðlega sérfræðinga á svæðið þar sem hörmungarnar gerðust og sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Ég krossa fingnurna og vona að okkur takist á næstu 24 klukkustundum að tryggja aðgang fulltrúa allra þeirra ríkja sem urðu fyrir mesta mannfallinu í þessum harmleik komist á staðinn,“ segir Petro Poroshenko forseti Úkraínu. Eftirlitsmenn Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu ásamt nokkrum fulltrúum rannsóknarnefndar frá Hollandi skoðuðu kælda lestarvagna í dag, þar sem uppreisnarmenn hafa komið líkamsleifum farþeganna fyrir og sögðu geymsluaðstæður viðunandi. Forseti Úkraínu hefur lýst yfir vopnahléi í 40 kílómetra radíus í kring um brakið og uppreisnarmenn virðast nú samvinnufúsari. „Í dag komust þrír hollenskir sérfræðingar loksins til okkar. Þar er um að ræða sérfræðinga í flugmálum. Þeir hafa nú þegar ásamt fulltrúm ÖSE tekið til starfa á vettvangi. Við bíðum hins vegar enn komu tólf sérfræðinga frá Malaysian flugfélaginu,“ sagði Aleksander Borodaiincue,“ forsætisráðherra í Donetsk sem hefur einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu. Það getur spillt rannsókn á málinu að bæði líkamsleifar, brak og farangur hafa verið færð úr stað. „Það getur vissulega haft áhrif á það já. Það getur spillt fyrir ef menn komast ekki í sönnunargögn eins og þau voru þegar „flugslysið“ átti sér stað,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
MH17 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira