Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í bænum Torez í austurhluta Úkraínu þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. Á vef BBC er haft eftir embættismönnum að lestinni verður ekið til borgarinnar Kharkiv, þó að það hafi ekki fengist staðfest.
Aðskilnaðarsinnar höfðu komið líkum farþeganna fyrir í kælivögnum lestar, en flak vélarinnar er á landi sem aðskilnaðarsinnar ráða nú yfir.
Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv
Atli Ísleifsson skrifar
