Gary Medel er genginn í raðir Inter Milan frá Cardiff, en talið er að kaupverðið sé tíu milljónir punda.
Medel, sem spilaði afar vel fyrir Chíle á heimsmeistaramótinu, gekk í raðir Cardiff frá Seville fyrir síðasta tímabil og varð dýrasti leikmaður í sögu Cardiff.
Hjá Cardiff spilaði hann 34 leiki, en Aron Einar Gunnarsson og félagar féllu niður í Championship-deildina á síðasta tímabili.
Inter Milan mætir Stjörnunni eins og frægt er orðið í umspili um laust sæti í Evrópudeildinni. Leikirnir fara fram 21. og 28. ágúst.
