Hann hefur nú breytt nafni sínu á ný en hann verður kallaður The Pandas Friend eða Pönduvinurinn.
World Peace hefur átt skrautlegan feril sem körfuboltamaður. Hann var upphafsmaður slagsmálanna í leik Indiana og Detroit árið 2004 en hann fékk 1 árs keppnisbann fyrir þátttöku sína í þeim.
Hann var hluti af meistaraliði Los Angeles Lakers árið 2010 en var fljótur að selja meistarahring sinn til góðs málefnis.
Hann var leystur undan samningi hjá New York Knicks fyrr í vetur og samdi við kínverska körfuboltaliðið Sichuan Blue Whales á dögunum. Í tilefni þess ákvað hann að breyta nafni sínu líka og raun ber vitni.
Guys my chinese name is not "Panda Friend" , its "The Pandas Friend".
— mettaworldpeace.com (@MettaWorldPeace) August 7, 2014