Þetta var þó ekki gott kvöld fyrir Alfreð sem fór úr axlarlið í leiknum og var tekinn af velli á 58. mínútu.
Sjúkraþjálfari Real Sociedad kippti öxl Alfreð aftur í liðinn í búningsklefanum samkvæmt Twitter-síðu Real Sociedad.
Real Sociedad vann fyrri leikinn 2-0 og því samanlagt 5-2. Xabi Prieto skoraði tvö mörk fyrir liðið í kvöld þar af annað þeirra úr vítaspyrnu en þriðja mark liðsins skoraði Markel Bergara.
Real Sociedad verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið og á því möguleika á að mæta Stjörnunni.
Alfred Finnbogason se ha retirado con una luxación del hombro derecho que ha sido reducida en el vestuario #RealSociedad
— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) August 7, 2014