Unglingalandsliðsmaðurinn Adam Örn Arnarson er genginn í raðir FC Nordsjælland frá NEC Nijmegen í Hollandi.
Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari danska liðsins, þekkir vel til Adams sem er alinn upp hjá Breiðabliki.
Adam, sem verður 19 ára seinna í mánuðinum, gekk til liðs við Nijmegen í lok árs 2012 ásamt Þróttaranum Daða Bergssyni. Þeir hafa nú báðir fært sig um set, Adam til Hollands og Daði til Vals.
Adam lék einn leik með Breiðabliki í Pepsi-deildinni 2012.
Þá hefur hann leikið 32 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Ólafur nær í „gamlan“ lærisvein
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn







Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti