Körfubolti

Under Armour að reyna að "stela" Durant frá Nike

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant.
Kevin Durant. Vísir/Getty
Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder er einn allra besti körfuboltamaður heims og stærstu íþróttavöruframleiðendurnir keppast nú um að gera samning við hann.  

Samningur Durant og Oklahoma City Thunder rennur út sumarið 2016 og þá munu fullt af NBA-liðum reyna að tæla hann til sín en þessa dagana eru það skóframleiðendurnir sem berjast um kappann.

Kevin Durant var með samning við Nike sem gaf honum um 60 milljónir dollara á sjö árum, um 6.9 milljarða íslenskra króna, en sá samningur er að renna út.

Nú herma fréttir frá Bandaríkjunum að Under Armour sé að reyna að stela Durant frá Nike með því að bjóða honum samning upp á 30 milljónir dollara á ári sem gerir um 3,5 milljarða íslenskra króna á hverja tólf mánuði.

Durant er líka í viðræðum við bæði Nike og Adidas. „Þetta er flott vandamál og bara frábært að vita af því að fólk metur það sem maður er að gera innan og utan vallar. Ég ætla að halda áfram að einbeita mér að körfuboltanum og mitt fólk sér síðan um að klára þessa samninga á bak við tjöldin," sagði Kevin Durant við ESPN þegar hann var spurður út í skóstríðið.

Vísir/Getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×