Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Bjarki Ármannsson skrifar 3. ágúst 2014 12:22 Hanna Birna hefur áður gagnrýnt Reyni Traustason fyrir fréttaflutning DV af lekamálinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að umræðan um lekamálið hafi verið mjög einhliða. Hún gagnrýnir fréttaflutning DV af málinu, sem hún segir engan fót fyrir. „Ég á að hafa hótað þingmönnum. Ég á að hafa haft afskipti af ráðningum hjá lögreglunni. Ég á að hafa hótað Rauða Krossinum. Ég á að hafa strokið út af þingi til að forðast fyrirspurnir. Ég á að hafa skammað starfsfólk. Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert,“ segir Hanna Birna. Hún nefnir það að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi sagt ætla „í“ Hönnu Birnu og aðstoðarmenn hennar og að annar þeirra hafi ákveðið að höfða mál gegn blaðinu. Greint var frá því á sínum tíma að bæði Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, og Reynir sökuðu hvort annað um að hafa hringt ógeðfelld símtöl vegna málsins. „Ég held að einhversstaðar uppi á ritstjórn DV, þá trúi þeir þessu,“ segir Hanna Birna. „Þeir trúi því að ég hafi sest niður og sagt, nú ætla ég einhvern veginn að skipuleggja einhverja atburðarás í kringum þennan hælisleitanda.“ Hún segir fréttamenn blaðsins hafa dæmt í málinu fyrir löngu síðan og unnið út frá því. „Það er bara eitthvað sem blaðið verður að eiga við sig,“ segir hún. „Ég veit ekki hvað þeim gengur til, annað en að þeir telji sig vera að varpa einhverju ljósi á mál. En mér finnst þeir gera það með afar ósanngjörnum hætti. Og ómálefnalegum hætti og meiðandi hætti.“ Þetta og meira má heyra í seinni hluta viðtals Sigurjóns M. Egilsonar við Hönnu Birnu í spilaranum hér fyrir ofan. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort stefnt sé að því að valdhafar séu dregnir undir húsvegg og skotnir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að umræðan um lekamálið hafi verið mjög einhliða. Hún gagnrýnir fréttaflutning DV af málinu, sem hún segir engan fót fyrir. „Ég á að hafa hótað þingmönnum. Ég á að hafa haft afskipti af ráðningum hjá lögreglunni. Ég á að hafa hótað Rauða Krossinum. Ég á að hafa strokið út af þingi til að forðast fyrirspurnir. Ég á að hafa skammað starfsfólk. Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert,“ segir Hanna Birna. Hún nefnir það að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi sagt ætla „í“ Hönnu Birnu og aðstoðarmenn hennar og að annar þeirra hafi ákveðið að höfða mál gegn blaðinu. Greint var frá því á sínum tíma að bæði Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, og Reynir sökuðu hvort annað um að hafa hringt ógeðfelld símtöl vegna málsins. „Ég held að einhversstaðar uppi á ritstjórn DV, þá trúi þeir þessu,“ segir Hanna Birna. „Þeir trúi því að ég hafi sest niður og sagt, nú ætla ég einhvern veginn að skipuleggja einhverja atburðarás í kringum þennan hælisleitanda.“ Hún segir fréttamenn blaðsins hafa dæmt í málinu fyrir löngu síðan og unnið út frá því. „Það er bara eitthvað sem blaðið verður að eiga við sig,“ segir hún. „Ég veit ekki hvað þeim gengur til, annað en að þeir telji sig vera að varpa einhverju ljósi á mál. En mér finnst þeir gera það með afar ósanngjörnum hætti. Og ómálefnalegum hætti og meiðandi hætti.“ Þetta og meira má heyra í seinni hluta viðtals Sigurjóns M. Egilsonar við Hönnu Birnu í spilaranum hér fyrir ofan.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort stefnt sé að því að valdhafar séu dregnir undir húsvegg og skotnir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23
Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28
Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16