„Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“
Mikil umræða hefur verið um málið að undanförnu og nokkur þrýstingur hefur verið á ráðherrann að tjá sig um málið sem hún gerir nú í fyrsta sinn í sjónvarpi. Valtýr Sigurðsson fyrrverandi ríkissaksóknari lýsti meðal annars þeirri skoðun sinni í hádegsfréttum Rúv að Hanna Birna ætti að víkja.
Hér að ofan er hægt að sjá stutt brot úr viðtali Gunnars Atla Gunnarssonar fréttamanns við Hönnu Birnu þar sem hann spyr hvort hún hafi íhugað að segja af sér sem ráðherra.
Tengdar fréttir

Áframhaldandi vera Hönnu Birnu í embætti skaðar almannahagsmuni
Stjórnsýslufræðingur telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan íhugar að bera upp vantrausttillögu á ráðherra.

„Protected by a silver spoon…“
Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, er klár maður eins og hann hefur sannað í Útsvari. Líklega hefur honum þó aldrei tekist betur upp en með birtingu Bítlalagsins Bathroom Window á Twitter í vikunni.

Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“
Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja.

Yfirlýsing frá Hönnu Birnu: Svara umboðsmanni fyrir helgi
Hanna Birna neitar að hafa beitt Stefán þrýstingi, eins og kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi Vísi.

Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu
Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara.

Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu
Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu.

Hanna svarar í dag
Innanríkisráðherra veitir umboðsmanni Alþingis upplýsingar um meint afskipti af rannsókn Lekamálsins.