Tólf ára og nakin með Jónsa í Galtalæk Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. ágúst 2014 11:22 Verslunarmannahelgi. Árið er 2002. Staðurinn er Galtalækur. Veðrið er blautt og kalt. Í svörtum fötum eru stærsta nafnið á plakatinu. „Ég er nakinn eins og þú,“ æpa rennvotir gestir og Jónsi er stjarna. Ég var tólf ára, mátti ekki mála mig og hafði slysast til að klippa á mig topp sem hefði farið betur á skjóttum hesti. Ég fór með mömmu, bróður hennar og rétt rúmlega sextugri ömmu minni. Kamrarnir voru óhuggulegir og unglingadrykkja setti svip sinn á hátíðina. Ég fór hjá mér þegar par fyrir framan mig kysstist af áfergju í stað þess að hlusta á ómþýða tóna svartklæddu, berhandleggja hetjunnar minnar. En ég sá varla út um blaut gleraugun – sem betur fer. Þessa þrjá daga sem hátíðin varði rigndi sleitulaust. Það þekkja allir dropametið sem var slegið Versló 2002. Samlokurnar voru blautar. Blautt brauð er mögulega það allra versta. Ekki bætti rækjusalatið sem flaut ofan á sneiðinni úr skák. Nær ómögulegt var að grilla og hátíðarsvæðið var eitt moldarsvað. Brosið á andlitinu mínu hvarf ekki alla helgina. Ég hafði aldrei skemmt mér jafn vel. Stemningin sem myndast af einhverjum ástæðum á mannamótum yfir þessa árlegu hátíð verslunarmanna er nær áþreifanleg. Það virðist ekki skipta máli þó veðrið á Fróni nái nýjum hæðum í ömurlegheitum og þú sért tólf ára lúði með gleraugu, sleiktan hliðartopp og ömmu þinni. Tónlistarmennirnir þurfa ekki einu sinni að vera sérlega hæfileikaríkir ef þeir eiga einn slagara sem allir þekkja og taka sig vel út berir að ofan. „Snertið fingurgómana og haltu höndunum um þennan líkama.“ Galtalækur 2002 er eina upplifun mín af útihátíð og úr því verður ekki bætt í ár þar sem helginni minni verður varið í að skrifa fréttir fyrir íbúa á pínulítilli eyju í Norður-Atlantshafi. Því bið ég landsmenn alla að skemmta sér sérstaklega vel fyrir mig líka og hugsa til tólf ára stelpunnar sem þótti ekkert skrýtið að syngja með Jónsa: „Þúúúú, ég vil vera eins og þú. Því ééég, ég er nakin eins og þú.“ Njótið helgarinnar en í guðanna bænum farið varlega og komið fallega fram við hvert annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun
Verslunarmannahelgi. Árið er 2002. Staðurinn er Galtalækur. Veðrið er blautt og kalt. Í svörtum fötum eru stærsta nafnið á plakatinu. „Ég er nakinn eins og þú,“ æpa rennvotir gestir og Jónsi er stjarna. Ég var tólf ára, mátti ekki mála mig og hafði slysast til að klippa á mig topp sem hefði farið betur á skjóttum hesti. Ég fór með mömmu, bróður hennar og rétt rúmlega sextugri ömmu minni. Kamrarnir voru óhuggulegir og unglingadrykkja setti svip sinn á hátíðina. Ég fór hjá mér þegar par fyrir framan mig kysstist af áfergju í stað þess að hlusta á ómþýða tóna svartklæddu, berhandleggja hetjunnar minnar. En ég sá varla út um blaut gleraugun – sem betur fer. Þessa þrjá daga sem hátíðin varði rigndi sleitulaust. Það þekkja allir dropametið sem var slegið Versló 2002. Samlokurnar voru blautar. Blautt brauð er mögulega það allra versta. Ekki bætti rækjusalatið sem flaut ofan á sneiðinni úr skák. Nær ómögulegt var að grilla og hátíðarsvæðið var eitt moldarsvað. Brosið á andlitinu mínu hvarf ekki alla helgina. Ég hafði aldrei skemmt mér jafn vel. Stemningin sem myndast af einhverjum ástæðum á mannamótum yfir þessa árlegu hátíð verslunarmanna er nær áþreifanleg. Það virðist ekki skipta máli þó veðrið á Fróni nái nýjum hæðum í ömurlegheitum og þú sért tólf ára lúði með gleraugu, sleiktan hliðartopp og ömmu þinni. Tónlistarmennirnir þurfa ekki einu sinni að vera sérlega hæfileikaríkir ef þeir eiga einn slagara sem allir þekkja og taka sig vel út berir að ofan. „Snertið fingurgómana og haltu höndunum um þennan líkama.“ Galtalækur 2002 er eina upplifun mín af útihátíð og úr því verður ekki bætt í ár þar sem helginni minni verður varið í að skrifa fréttir fyrir íbúa á pínulítilli eyju í Norður-Atlantshafi. Því bið ég landsmenn alla að skemmta sér sérstaklega vel fyrir mig líka og hugsa til tólf ára stelpunnar sem þótti ekkert skrýtið að syngja með Jónsa: „Þúúúú, ég vil vera eins og þú. Því ééég, ég er nakin eins og þú.“ Njótið helgarinnar en í guðanna bænum farið varlega og komið fallega fram við hvert annað.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun