Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga

Logi skoraði alls 19 stig í leiknum og varð því stigahæstur í íslenska liðinu í tímamótaleiknum.
Logi hefur alltaf fundið sig vel í landsleikjum sínum á móti Lúxemborg og hann skellti sér yfir hundrað stiga múrinn gegn Lúxemborgurum í gærkvöldi.
Logi hefur nú skorað samtals 110 stig í 6 landsleikjum við Lúxemborg sem gerir 18,3 stig að meðaltali í leik. Hann er einnig með 16 þrista í þessum sex leikjum.
Íslenska landsliðið hefur líka þurft á framlagi hans að halda í þessum leikjum við Lúxemborg en allir fimm leikirnir hafa unnist þar sem Logi hefur skorað 17 stig eða meira.
Logi hefur þar með skorað yfir hundrað stig á móti tveimur þjóðum en hann er með 128 stig í 8 leikjum við Noreg (16,0 að meðaltali).
Stigaskor Loga Gunnarssonar á móti Lúxemborg:
6. júní 2003 - sigur - 17 stig
13. september 2006 - sigur - 23 stig
6. júní 2007 - sigur - 21 stig
1. september 2007 - sigur - 21 stig
6. júní 2009 - tap - 9 stig
31. júlí 2014 - sigur - 19 stig
Flest stig Loga Gunnarssonar á móti einni þjóð:
Noregur 128 stig (16,0 stig í leik)
Lúxemborg 110 (18,3)
Danmörk 89 (11,1)
Finnland 71 (8,9)
San Marínó 71 (17,8)
Andorra 61 (15,3)
Svíþjóð 56 (11,2)
Holland 55 (11,0)
Svartfjallaland 51 (10,2)
Tengdar fréttir

Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg
Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM.

Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg
Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg.

Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum.

Jón Arnór og strákarnir æfðu í Ásgarði | Myndir
Körfuboltalandsliðið heldur utan á morgun og spilar tvo vináttulandsleiki við Lúxemborg.

Hlutirnir stefna í rétta átt
Íslenska landsliðið í körfuknattleik leikur sína fyrstu landsleiki undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen sem tók við landsliðinu fyrr á árinu á næstu dögum. Pedersen var nokkuð brattur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær.