Evrópumeistarinn Helgi: Þetta er eins og í lygasögu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. ágúst 2014 19:42 Helgi Sveinsson (t.h.) fagnar Evrópumeistaratitlinum í Swansea í kvöld. mynd/ífsport.is „Þetta er bara draumi líkast - alveg ótrúleg tilfinning,“ sagði HelgiSveinsson nýbakaður Evrópumeistari fatlaðra (T42) í spjótkasti við Vísi í kvöld. Helgi, sem varð fimmti á ÓL 2012 og heimsmeistari í Lyon fyrra, bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í kvöld þegar hann kastaði lengst 50,74 metra á EM fatlaðra í Swansea. „Þetta er sykursætur dagur því þó köstin voru þetta löng var ég var ekki nógu ánægður með þau. Ég var ekki að hitta í gegnum punktinn og atrenuna eins og ég hefði viljað. Hefði mér tekist það hefði ég getað slett spjótinu enn lengra. En miðað hvernig þetta var gæti ég ekki verið ánægðari,“ sagði Helgi. Norðmaðurinn Runar Steinstad var sá eini sem veitti Helga samkeppni, en hann var þó langt frá því að skáka okkar manni. Steinstad kastaði lengst 47,18 metra og þurfti að éta ofan í sig orð sem hann hafði látið falla í garð Helga. „Hann var búinn að vinna í miklum sálfræðihernaði og vera að koma skilaboðum áleiðis til mín í gegnum annað fólk og hópinn okkar,“ sagði Helgi við Vísi. „Hann mætti ekki á opnunarhátíðina og ég sagði honum að hann væri orðinn of gamall. Þá kom hann skilaboðum áleiðis til mín um hversu gaman það yrði þegar gamli maðurinn, sem sagt hann, myndi vinna mig. Svo lét hann annan keppanda bera þau skilaboð til mín í Berlín fyrr í sumar að hann myndi vinna mig á EM. Þetta er bara heilbrigð samkeppni og gaman að þessu.“ Síðustu þrjú sumur hafa verið mögnuð fyrir Helga sem hóf ekki að æfa spjótkast fyrr en fyrir nokkrum árum. Fimmta sæti á ÓL 2012 og nú heims- og Evrópumeistari. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er eins og í lygasögu. Þetta er bara með ólíkindum,“ sagði Helgi glaðbeittur. „Maður er bara í spennufalli núna. Ég er búinn að æfa og æfa fyrir þetta mót og svo þegar maður nær markmiðinu er maður bara í sjokki. Ég þarf aðeins að láta rykið falla og þakka svo þeim sem hafa hjálpað mér á þennan stað. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ sagði Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
„Þetta er bara draumi líkast - alveg ótrúleg tilfinning,“ sagði HelgiSveinsson nýbakaður Evrópumeistari fatlaðra (T42) í spjótkasti við Vísi í kvöld. Helgi, sem varð fimmti á ÓL 2012 og heimsmeistari í Lyon fyrra, bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í kvöld þegar hann kastaði lengst 50,74 metra á EM fatlaðra í Swansea. „Þetta er sykursætur dagur því þó köstin voru þetta löng var ég var ekki nógu ánægður með þau. Ég var ekki að hitta í gegnum punktinn og atrenuna eins og ég hefði viljað. Hefði mér tekist það hefði ég getað slett spjótinu enn lengra. En miðað hvernig þetta var gæti ég ekki verið ánægðari,“ sagði Helgi. Norðmaðurinn Runar Steinstad var sá eini sem veitti Helga samkeppni, en hann var þó langt frá því að skáka okkar manni. Steinstad kastaði lengst 47,18 metra og þurfti að éta ofan í sig orð sem hann hafði látið falla í garð Helga. „Hann var búinn að vinna í miklum sálfræðihernaði og vera að koma skilaboðum áleiðis til mín í gegnum annað fólk og hópinn okkar,“ sagði Helgi við Vísi. „Hann mætti ekki á opnunarhátíðina og ég sagði honum að hann væri orðinn of gamall. Þá kom hann skilaboðum áleiðis til mín um hversu gaman það yrði þegar gamli maðurinn, sem sagt hann, myndi vinna mig. Svo lét hann annan keppanda bera þau skilaboð til mín í Berlín fyrr í sumar að hann myndi vinna mig á EM. Þetta er bara heilbrigð samkeppni og gaman að þessu.“ Síðustu þrjú sumur hafa verið mögnuð fyrir Helga sem hóf ekki að æfa spjótkast fyrr en fyrir nokkrum árum. Fimmta sæti á ÓL 2012 og nú heims- og Evrópumeistari. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er eins og í lygasögu. Þetta er bara með ólíkindum,“ sagði Helgi glaðbeittur. „Maður er bara í spennufalli núna. Ég er búinn að æfa og æfa fyrir þetta mót og svo þegar maður nær markmiðinu er maður bara í sjokki. Ég þarf aðeins að láta rykið falla og þakka svo þeim sem hafa hjálpað mér á þennan stað. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ sagði Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43