„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" Stefán Árni Pálsson skrifar 17. ágúst 2014 11:58 „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. Bjarni ræddi þar um Lekamálið svokallaða en ríkissaksóknari hefur tilkynnt Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur beðið forsætisráðherra að þau málefni sem undir hana heyra og hafa með dómsstóla og ákæruvald að gera færist til annars ráðherra í ríkisstjórn á meðan dómsmál á hendur Gísla. „Það er ljóst að sá sem er undir ákæru getur ekki starfað lengur í ráðuneytinu. Ég tel það hafa verið skynsamlegt af Hönnu að biðjast undan þeim málum og málaflokkum sem tengjast saksókn og meðferð dómsstóla, það held ég að hafi verið rétt viðbrögð.“ „Það hefur ekkert komið fram í málinu sem dregur fram einhvern ásetning af ráðherrans hálfu eða eitthvað um vitneskju hennar um þetta lekamál, þvert á móti. Ég tel að það hafi ekkert komið fram í þessu máli sem geri það augljóst að hún stígi alfarið til hliðar.“ Bjarni segir að hann hafi sjálfur verið í þeirri stöðu að þrýst hafi verið á hann að stíga til hliðar. „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál, það er mín spá. Mér finnst ég ekki geta farið fram á það við Hönnu Birnu, sem formaður flokksins, að hún stígi til hliðar og sérstaklega þegar ekkert liggur fyrir um beina aðkomu ráðherra að málinu.“ „Í hvert sinn sem eitthvað nýtt kemur fram í þessu máli þá kemur alltaf fram ákall um traustyfirlýsingu. Ég mun ekki taka þátt í þeim leik, það er ljóst að ráðherra sem situr í ríkisstjórn nýtur trausts.“ Bjarni segir það sína skoðun að það hafi jafnvel verið gengið of langt í sameiningu ráðuneytanna. „Þess vegna eru við til að mynda með tvo ráðherra í velferðaráðuneytinu. Mér finnst að það þurfi að koma til skoðunar hvort við kljúfum það ráðuneyti og höfum annars vegar heilbrigðisráðuneyti og hinsvegar félags-og húsnæðismálaráðuneyti. Mér finnst að mörgu leyti það sama um innanríkisráðuneytið að það hafi ekki tekist neitt sérstaklega vel að setja saman þá málaflokka sem þar eru að finna.“ Bjarni segist vera talsmaður þess að skoða á ný að koma á fót sérstöku dómsmálaráðuneyti. „Við munum skoða það í rólegheitum og ég er ekkert að boða einhverjar aðgerðir í vikunni en mér finnst vera full ástæða að skoða það.“ Aðspurður hvort Bjarni Benediktsson vilji fá þann hluta Innanríkisráðuneytisins, sem Hanna Birna hefur sagt sig frá, á sitt borð svarar hann; „Ég hef svosem alveg nóg á minni könnu. Við þurfum bara að ræða hvernig við leysum úr þessari beiðni.“ „Með þá eiginleika sem Hanna Birna býr yfir þá geti hún mjög auðveldlega unnið aftur upp traust og náð sér á strik. Hefur þetta skaðað hana tímabundið? Já en aðalatriðið í þessu máli er að það er ekkert fram komið sem tengir hana beint við það brot sem er hér ákært útaf.“ Lekamálið Tengdar fréttir „Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01 Lekamálið snýst um okkur Lekamálið snýst ekki um að undarlegt sé að sumir hælisleitendur séu með fölsuð skilríki eins og skilja má á Brynjari Níelssyni. 11. ágúst 2014 08:38 Ráðherra biðst undan dómsmálum Innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leystur undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála meðan ákæra gegn Gísla Frey Valdórssyni er til meðferðar hjá dómstólum. 16. ágúst 2014 11:00 Ragnheiður Elín lýsir yfir stuðningi við Hönnu Birnu Iðnaðarráðherra segir innanríkisráðherra umfram allt vera heiðarlega og vandvirk í öllu sem henni sé treyst fyrir. 5. ágúst 2014 14:47 Á ráðherra að vera eða fara? Lekamálið sem svo hefur verið kallað hefur vakið spurningar um hvort innanríkisráðherra hefði átt að víkja í tengslum við lögreglurannsókn sem beinst hefur að ráðuneytinu. Tilefnið er skjal með persónuupplýsingum sem ráðuneytið bar ábyrgð á að kæmu ekki fyrir almenningssjónir. En það gerðist og sú gáta er óleyst. 9. ágúst 2014 07:00 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Hanna Birna þarf að svara í dag Í dag rennur út frestur innanríkisráðherra til að svara fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis í tengslum við lekamálið. 15. ágúst 2014 09:38 Satt og logið um siðareglur Lekamálið í innanríkisráðuneytinu varð til þess í síðustu viku að fjölmiðlar hófu að spyrja um hvað orðið hefði af siðareglum þeim sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti fyrir sína hönd árið 2011. 15. ágúst 2014 10:15 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
„Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. Bjarni ræddi þar um Lekamálið svokallaða en ríkissaksóknari hefur tilkynnt Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur beðið forsætisráðherra að þau málefni sem undir hana heyra og hafa með dómsstóla og ákæruvald að gera færist til annars ráðherra í ríkisstjórn á meðan dómsmál á hendur Gísla. „Það er ljóst að sá sem er undir ákæru getur ekki starfað lengur í ráðuneytinu. Ég tel það hafa verið skynsamlegt af Hönnu að biðjast undan þeim málum og málaflokkum sem tengjast saksókn og meðferð dómsstóla, það held ég að hafi verið rétt viðbrögð.“ „Það hefur ekkert komið fram í málinu sem dregur fram einhvern ásetning af ráðherrans hálfu eða eitthvað um vitneskju hennar um þetta lekamál, þvert á móti. Ég tel að það hafi ekkert komið fram í þessu máli sem geri það augljóst að hún stígi alfarið til hliðar.“ Bjarni segir að hann hafi sjálfur verið í þeirri stöðu að þrýst hafi verið á hann að stíga til hliðar. „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál, það er mín spá. Mér finnst ég ekki geta farið fram á það við Hönnu Birnu, sem formaður flokksins, að hún stígi til hliðar og sérstaklega þegar ekkert liggur fyrir um beina aðkomu ráðherra að málinu.“ „Í hvert sinn sem eitthvað nýtt kemur fram í þessu máli þá kemur alltaf fram ákall um traustyfirlýsingu. Ég mun ekki taka þátt í þeim leik, það er ljóst að ráðherra sem situr í ríkisstjórn nýtur trausts.“ Bjarni segir það sína skoðun að það hafi jafnvel verið gengið of langt í sameiningu ráðuneytanna. „Þess vegna eru við til að mynda með tvo ráðherra í velferðaráðuneytinu. Mér finnst að það þurfi að koma til skoðunar hvort við kljúfum það ráðuneyti og höfum annars vegar heilbrigðisráðuneyti og hinsvegar félags-og húsnæðismálaráðuneyti. Mér finnst að mörgu leyti það sama um innanríkisráðuneytið að það hafi ekki tekist neitt sérstaklega vel að setja saman þá málaflokka sem þar eru að finna.“ Bjarni segist vera talsmaður þess að skoða á ný að koma á fót sérstöku dómsmálaráðuneyti. „Við munum skoða það í rólegheitum og ég er ekkert að boða einhverjar aðgerðir í vikunni en mér finnst vera full ástæða að skoða það.“ Aðspurður hvort Bjarni Benediktsson vilji fá þann hluta Innanríkisráðuneytisins, sem Hanna Birna hefur sagt sig frá, á sitt borð svarar hann; „Ég hef svosem alveg nóg á minni könnu. Við þurfum bara að ræða hvernig við leysum úr þessari beiðni.“ „Með þá eiginleika sem Hanna Birna býr yfir þá geti hún mjög auðveldlega unnið aftur upp traust og náð sér á strik. Hefur þetta skaðað hana tímabundið? Já en aðalatriðið í þessu máli er að það er ekkert fram komið sem tengir hana beint við það brot sem er hér ákært útaf.“
Lekamálið Tengdar fréttir „Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01 Lekamálið snýst um okkur Lekamálið snýst ekki um að undarlegt sé að sumir hælisleitendur séu með fölsuð skilríki eins og skilja má á Brynjari Níelssyni. 11. ágúst 2014 08:38 Ráðherra biðst undan dómsmálum Innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leystur undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála meðan ákæra gegn Gísla Frey Valdórssyni er til meðferðar hjá dómstólum. 16. ágúst 2014 11:00 Ragnheiður Elín lýsir yfir stuðningi við Hönnu Birnu Iðnaðarráðherra segir innanríkisráðherra umfram allt vera heiðarlega og vandvirk í öllu sem henni sé treyst fyrir. 5. ágúst 2014 14:47 Á ráðherra að vera eða fara? Lekamálið sem svo hefur verið kallað hefur vakið spurningar um hvort innanríkisráðherra hefði átt að víkja í tengslum við lögreglurannsókn sem beinst hefur að ráðuneytinu. Tilefnið er skjal með persónuupplýsingum sem ráðuneytið bar ábyrgð á að kæmu ekki fyrir almenningssjónir. En það gerðist og sú gáta er óleyst. 9. ágúst 2014 07:00 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Hanna Birna þarf að svara í dag Í dag rennur út frestur innanríkisráðherra til að svara fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis í tengslum við lekamálið. 15. ágúst 2014 09:38 Satt og logið um siðareglur Lekamálið í innanríkisráðuneytinu varð til þess í síðustu viku að fjölmiðlar hófu að spyrja um hvað orðið hefði af siðareglum þeim sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti fyrir sína hönd árið 2011. 15. ágúst 2014 10:15 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01
Lekamálið snýst um okkur Lekamálið snýst ekki um að undarlegt sé að sumir hælisleitendur séu með fölsuð skilríki eins og skilja má á Brynjari Níelssyni. 11. ágúst 2014 08:38
Ráðherra biðst undan dómsmálum Innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leystur undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála meðan ákæra gegn Gísla Frey Valdórssyni er til meðferðar hjá dómstólum. 16. ágúst 2014 11:00
Ragnheiður Elín lýsir yfir stuðningi við Hönnu Birnu Iðnaðarráðherra segir innanríkisráðherra umfram allt vera heiðarlega og vandvirk í öllu sem henni sé treyst fyrir. 5. ágúst 2014 14:47
Á ráðherra að vera eða fara? Lekamálið sem svo hefur verið kallað hefur vakið spurningar um hvort innanríkisráðherra hefði átt að víkja í tengslum við lögreglurannsókn sem beinst hefur að ráðuneytinu. Tilefnið er skjal með persónuupplýsingum sem ráðuneytið bar ábyrgð á að kæmu ekki fyrir almenningssjónir. En það gerðist og sú gáta er óleyst. 9. ágúst 2014 07:00
„Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15
Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00
Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48
Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32
Hanna Birna þarf að svara í dag Í dag rennur út frestur innanríkisráðherra til að svara fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis í tengslum við lekamálið. 15. ágúst 2014 09:38
Satt og logið um siðareglur Lekamálið í innanríkisráðuneytinu varð til þess í síðustu viku að fjölmiðlar hófu að spyrja um hvað orðið hefði af siðareglum þeim sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti fyrir sína hönd árið 2011. 15. ágúst 2014 10:15
Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39
Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41