Innlent

Rigning um land allt á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið sinn skerf af rigningu í sumar.
Ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið sinn skerf af rigningu í sumar. Vísir/Danni
Veðurblíðan sem íbúar Suður- og Vesturlands hafa fengið að njóta þessa vikuna lætur sig hverfa í bili nú á morgun. Rigna mun nokkuð duglega seinni part morgundagsins samkvæmt spá Veðurstofu Íslands, á vestanverðu landinu framan af degi og um land allt þegar líður á daginn.

Á laugardag á svo að draga smám saman úr bæði rigningunni og roki og verður úrkoman mest bundin við norðan- og austanvert landið. Á sunnanverðu landinu er útlit fyrir að það verði skýjað með köflum.

Mánudagurinn síðasti var heitasti dagur ársins og sýndu mælar á höfuðborgarsvæðinu víða 20 gráðum og yfir. Útlit er þó fyrir frekar kalt veður næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×