Bosníumenn hituðu upp fyrir Ísland með sannfærandi sigri í London

Bosníumenn voru þarna að spila sinn fyrsta leik í riðlinum en Bretar töpuðu með þrettán stiga mun á móti Íslandi í Laugardalshöllinni um síðustu helgi.
Sigur bosníska liðsins í kvöld var öruggur og sannfærandi. Bosníumenn unnu fyrsta leikhlutann 23-11 og voru fimmtán stigum yfir í hálfleik, 46-31.
Bretar náðu að laga stöðuna í lokaleikhlutanum en ógnuðu aldrei sigri gestanna.
NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic (hjá Brooklyn Nets) var atkvæðamestur í liði Bosníu með 25 stig á 27 mínútum en hann hitti meðal annars úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum. Nemanja Mitrovic var næststigahæstur með 12 stig en hann spilar á Ítalíu.
Daniel Clark var stigahæstur hjá Bretlandi með 14 stig auk þess að taka 9 fráköst.
Íslenska landsliðið er á leiðinni til Bosníu þar sem liðið mætir heimamönnum á sunnudaginn en eftir viku spilar liðið á móti Bretum í London.
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn
Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum.

Bretar og Bosníumenn mætast í kvöld
Bretland og Bosnía mætast í Copper Box Arena í London í kvöld í öðrum leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta.

Martin: Jón Arnór er fyrirmyndin mín
Martin Hermannsson er einn þeirra leikmanna sem þarf að stíga upp í fjarveru Jóns Arnórs Stefánssonar.

Margir yrðu hissa ef Ísland kæmist á EM
Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson sáu til þess að Ísland saknaði ekki Jóns Arnórs Stefánssonar í sigrinum mikilvæga á Bretlandi í fyrrakvöld.

Pavel: Verðum að gleyma að Jón Arnór sé til
Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum.

Logi: Forréttindi fyrir mig
Logi segir að liðið muni sakna Jóns Arnórs, en að ábyrgðin færist yfir á aðra.

Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins
Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær.

Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær
Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70.