Frank Ribery hefur ákveðið að leggja landsliðsskónna á hilluna til þess að geta einbeitt sér að ferlinum með Bayern Munchen. Þetta staðfesti hinn 31 árs gamli við þýska blaðið Kicker í dag.
Ribery hefur leikið 80 landsleiki fyrir Frakklands hönd og skoraði í þeim 16 mörk. Hann var hinsvegar ekki með Frökkum á mótinu í Brasilíu í sumar vegna bakmeiðsla.
„Ég tel að þetta sé rétta tímasetning til þess að hætta. Ég vill eyða meiri tíma með fjölskyldunni og einbeita mér að Bayern næstu mánuðina. Það eru ungir og efnilegir leikmenn í franska landsliðinu sem geta tekið stöðu mína þar.“
Ribery hættur með franska landsliðinu
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Dagný kveður West Ham með tárin í augunum
Enski boltinn



Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni?
Íslenski boltinn

Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður
Íslenski boltinn


Blikarnir hoppuðu út í á
Fótbolti
