Cristiano Ronaldo sá um Sevilla í 2-0 sigri Real Madrid á Sevilla í Ofurbikarnum í kvöld. James Rodríguez og Toni Kroos léku fyrstu leiki sína fyrir Real í kvöld.
Gríðarlegur getumunur var á liðunum í kvöld og þrátt fyrir að leikmenn Real væru aðeins í öðrum gír var sigurinn aldrei í hættu.
Ronaldo sá um markaskorunina í kvöld, það fyrra af stuttu færi eftir sendingu frá hinum velska Gareth Bale og það seinna með föstu skoti af vítateigshorninu.
Samantekt úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
