Unnið verður við malbikun Vesturlandsvegar frá Viðarhöfða til móts við Axarhöfða frá klukkan 14 til 20:30 í kvöld. Merkt hjáleið er á svæðinu.
Sömuleiðis mun malbikun á Suðurlandsvegi til norðurs frá hringtorginu við Rauðavatn að Hádegismóum standa til 16:30. Þar er einnig merkt hjáleið.
Þá er áætlað að vinna við malbikun á hringtorgi á Hallsvegi við Vesturfold og Langarima standi til klukkan 15 í dag. Vegagerðin biður vegfarendur um að virða merkingar á vinnusvæðinu.
